Nú hafa framboðslistar flokksins í Norðausturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi Norður verið samþykktir fyrir komandi Alþingiskosningar. Enn á eftir að kynna listana í Suðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður.
Framboðslisti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður er sama sem tilbúinn en tillaga uppstillinganefnda að framboðslista flokksins í kjördæminu var felld á félagsfundi fyrir viku síðan og boðað hefur verið til oddvitakjörs þar sem kosið verður á milli Þorsteins Sæmundssonar þingmanns flokksins og Fjólu Hrundar Björnsdóttur framkvæmdastjóra flokksins. Kjörið fer fram á morgun og á laugardag, dagana 23. og 24. júlí.
Á eftir Birgi og Ernu á listanum koma Heiðbrá Ólafsdóttir í þriðja sæti, Guðni Hjörleifsson í fjórða sæti, Ásdís Barnadóttir í fimmta sæti og Davíð Brár Unnarsson í sjötta sæti.
Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson, í Reykjavíkurkjördæmi norður, og Karl Gauti Hjaltason, í Suðurkjördæmi, gengu báðir til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu en þeir fóru inn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu Alþingiskosningum. Hvorugur hefur hlotið brautargengi í uppstillingu flokksins fyrir komandi kosningar.
Framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi má sjá í heild sinni hér að neðan:
- Birgir Þórarinsson, Vogum á Vatnsleysuströnd
- Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
- Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
- Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
- Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum, Hrunamannahreppi
- Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
- Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
- Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
- Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
- Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
- Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
- Ari Már Ólafsson, Árborg
- Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
- Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
- Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
- Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
- Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
- Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
- Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
- Einar G. Harðarson, Árnessýslu