„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa 22. júlí 2021 17:10 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir Covid-göngudeildar Landspítalans. Stöð 2 Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
78 tilfelli greindust innanlands í gær og tilkynnti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna að hann væri með tillögur að auknum takmörkunum á borðinu. Getum verið stolt af árangrinum Ragnar minnir á þá staðreynd að flest séum við bólusett og að bráðum verði fleiri bólusettir. Bólusetning hindri alvarlega sjúkdóma af völdum Covid-19 og dragi verulega úr dánartíðni. Þetta styður hann með breskri tölfræði. „Ég held að það sé rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn. Við erum yfir níutíu prósent bólusett sem dregur virkilega úr líkum á alvarlegum veikindum og dánartíðni. Við getum verið ofboðslega stolt af þessum árangri að hafa bólusett þorra þjóðar þegar þessi fjórða bylgja fer af stað,“ segir Ragnar Freyr í samtali við fréttastofu. Ástandið krítískt „Það er búið að vera svo mikið „panik“ í fjölmiðlum í dag þannig að mér fannst rétt að líta björtum augum fram á vegin þó að ástandið sé krítískt. Við höfum náð ótrúlegum árangri í bólusetningum þannig að við erum eins vel í stakk búin til að takast á við þessa fjórðu bylgju og hægt er að vera.“ Þá telur hann rökrétt að stjórnvöld blási til stórsóknar í heilbrigðismálum svo hægt sé að lifa með veirunni. „Ég held að frekar en að skerða frelsi okkar verulega þá ættu stjórnvöld að blása til stórsóknar í heilbrigðiskerfinu. Fleiri úrræði, hlusta á starfsmenn á gólfinu sem flestir hafa ótal hugmyndir um það hvernig betur megi fara með þennan sameiginlega sjóð okkar. Covid-19 göngudeildin er skínandi dæmi þess. Hún er hugmynd okkar sem vorum á gólfinu og hefur skilað árangri. Við ættum að blása til stórsóknar til að styðja við heilbrigðiskerfið svo að við getum lifað með sjúkdómnum.“ Inntur eftir því hvort ekki sé ráðlegt að herða tökin innanlands í ljósi stöðunnar segir hann að þar sem aðgerðir hafi ekki verið kynntar sé réttast að tjá sig ekki frekar um það. „Þórólfur, Alma og Víðir hafa ekki svikið okkur hingað til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 „Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36 „Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30 Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
„Öll alveg ógeðslega fúl og pirruð yfir þessu“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekkert annað í stöðunni en að þjóðin taki höndum saman og takist á við nýjar sóttvarnaaðgerðir. 22. júlí 2021 13:36
„Sumarkúlan“ fórnarkostnaður sem ekki sé metinn til launa Heilbrigðisstarfsmenn hafa verið hvattir til þess að búa til eins konar „sumarkúlu“ vegna fjölgunar smitaðra. Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir að um fórnarkostnað sé að ræða sem ekki sé metinn til launa. 22. júlí 2021 13:30
Leggur til takmarkanir innanlands Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. 22. júlí 2021 11:14