Óbólusettur lagður inn á Landspítala Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júlí 2021 17:50 Sjúklingurinn er yngri en sextugur, að sögn Runólfs. Vísir/vilhelm Óbólusettur sjúklingur með Covid-19 verður lagður inn á Landspítala í dag. Runólfur Pálsson yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Þetta er það sem við höfum verið að tala um, við eigum von á því að fólk komi inn á spítalann og meðan þetta dreifist svona út þá eru óbólusettir í ákveðinni hættu, meiri hættu en aðrir má segja, og svo hinir sem hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægilega vel,“ segir Runólfur. Hann veit ekki hvernig veikindi viðkomandi sjúklings lýsa sér eða nánari tildrög á honum, utan þess að hann er ekki aldraður, yngri en sextugur. „Þessi kom til skoðunar en svo var ákveðið að leggja viðkomandi inn, því það þótti öruggara. Þannig að það verða þá tveir inniliggjandi frá og með deginum í dag,“ segir Runólfur. „Næstu dagar verða svona spái ég. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast þegar fjöldinn er svona mikill.“ Samkvæmt Covid.is eru 287 í einangrun með virkt smit á landinu. Um það bil fimm eru undir nánara eftirliti göngudeildar sem gætu þurft á innlögn að halda vegna veikinda. Einn var lagður inn í gær með lungnabólgu, fullbólusettur. Mbl.is greindi fyrst frá innlögninni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Þetta er það sem við höfum verið að tala um, við eigum von á því að fólk komi inn á spítalann og meðan þetta dreifist svona út þá eru óbólusettir í ákveðinni hættu, meiri hættu en aðrir má segja, og svo hinir sem hafa kannski ekki svarað bólusetningunni nægilega vel,“ segir Runólfur. Hann veit ekki hvernig veikindi viðkomandi sjúklings lýsa sér eða nánari tildrög á honum, utan þess að hann er ekki aldraður, yngri en sextugur. „Þessi kom til skoðunar en svo var ákveðið að leggja viðkomandi inn, því það þótti öruggara. Þannig að það verða þá tveir inniliggjandi frá og með deginum í dag,“ segir Runólfur. „Næstu dagar verða svona spái ég. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta þróast þegar fjöldinn er svona mikill.“ Samkvæmt Covid.is eru 287 í einangrun með virkt smit á landinu. Um það bil fimm eru undir nánara eftirliti göngudeildar sem gætu þurft á innlögn að halda vegna veikinda. Einn var lagður inn í gær með lungnabólgu, fullbólusettur. Mbl.is greindi fyrst frá innlögninni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Landspítalinn Tengdar fréttir „Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10 Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52 Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Rétt að anda rólega og líta björtum augum fram á veginn“ Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítala, telur nokkurs konar „panik“ ástand ríkja eftir fregnir dagsins. Hann telur rétt að þjóðin andi rólega og minni sig á að hér sé þorri þjóðar bólusettur og að við séum vel í stakk búin til að takast á við fjórðu bylgju faraldursins. 22. júlí 2021 17:10
Annar stór dagur í sýnatöku Stór dagur hefur verið í Covid-sýnatöku hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag og stefnir í að hann verði sambærilegur gærdeginum þegar tekin voru sýni hjá um þrjú þúsund einstaklingum. Hefur fjöldinn ekki verið meiri frá því um miðjan apríl. 22. júlí 2021 15:52
Boðað verður til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst Boðað verður til sérstaks ríkisstjórnarfundar þar sem ríkisstjórn landsins mun ræða minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum að sóttvarnaaðgerðum innanlands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hyggst skila minnisblaði með tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag og verður boðað til ríkisstjórnarfundar þegar minnisblaðið berst. 22. júlí 2021 13:07