„Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 23. júlí 2021 12:13 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans. Starfsmenn Landspítalans undirbúa sig fyrir fjölgun sjúklinga. Þrír hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid-19 og um 370 eru á göngudeild. Sex eru á svokölluðu gulu stigi og einn á rauða. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Búið er að lýsa yfir hættustigi á sjúkrahúsinu og segir Már það fela í sér undirbúning fyrir fleiri sjúklinga og aukna árvekni meðal starfsfólks. „Hér innanhúss eru aldraðir og fólk sem stendur höllum fæti vegna veikinda. Það yrði mjög óheppilegt ef okkar frábæra starfsfólk myndi lenda í því að bera smit inn í þennan hóp. Þess vegna þurfum við að grípa til ráðstafana til að lágmarka áhættuna af því eins mikið og við getum,“ segir Már. „Við erum bara svolítið að fara í gamla farið aftur.“ Tveir þeirra sem hafa verið lagðir inn á sjúkrahús með Covid-19 voru bólusettir með bóluefni Pfizer og einn með bóluefni Astrazeneca. Einn var óbólusettur. Már sagði það eiga eftir að koma á daginn en svo virtist sem að bólusetningin væri að draga úr mestu veikindum vegna Covid-19. Það væri hins vegar athyglisvert að af þeim fjórum sem búið sé að leggja inn að undanförnu hafi þrír verið bólusettir og með góða mótefnasvörun. „Það virðist vera, að í sumum einstaklingum þá sé vörnin ekki nægjanleg til að verja fólk fyrir nýrri sýkingu. Hvort það er þetta Delta-afbrigði sem veldur því eða einhverjir eiginleikar viðkomandi einstaklinga, það get ég ekki fullyrt á þessu stigi,“ segir Már. Varðandi væntanlegar aðgerðir segist Már halda að heppilegast væri að draga úr hópasamkomum og miklu skemmtanahaldi. Það gæti skilað bestum árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52 76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49 Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35 Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. 23. júlí 2021 11:52
76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23. júlí 2021 10:49
Greindist með veiruna eftir leik á Rey cup í dag Keppandi í 4. flokki á knattspyrnumótinu ReyCup, sem nú er haldið í Reykjavík, greindist með kórónuveiruna seint í dag. Tvö lið á mótinu eru komin í sóttkví. 22. júlí 2021 20:35
Landspítali á hættustig: Tveir liggja inni og tíu í sérstöku eftirliti Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítalans hafa tekið þá ákvörðun að færa spítalann upp á svokallað hættustig. Tveir liggja inni smitsjúkdómadeild spítalans með Covid-19. 22. júlí 2021 20:16