Vill að kennarar fái forgang þegar byrjað verður að gefa aukaskammta Eiður Þór Árnason skrifar 23. júlí 2021 15:10 Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, segir stjórnendur vona það besta. Samsett Stjórnendur grunnskóla fylgjast vel með þróun kórónuveirufaraldursins þessa dagana og óttast sumir að sóttvarnatakmakmarkanir muni varpa skugga á komandi skólavetur. Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Formaður Skólastjórafélags Íslands treystir því að kennarar verði settir í forgang þegar kemur að því bjóða fólki með Janssen-bóluefnið upp á aukaskammt. Ekki stendur til að hefja bólusetningu barna á aldrinum tólf til fimmtán ára fyrr en í lok ágúst. Stór hluti kennara og starfsfólks grunnskóla hefur fengið Janssen-efnið en vísbendingar eru um að bóluefnið veiti síðri vernd gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en önnur bóluefni. Sóttvarnalæknir tilkynnti í gær að einstaklingar sem hafa fengið Janssen-efnið eða sýnt veikt ónæmissvar við öðrum bóluefnum verði líklega boðið að fá bóluefni Pfizer/BioNTech til að auka vernd þeirra gegn veirunni. Ekki liggur fyrir hvenær sú bólusetning hefst en Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, vonar að starfsmenn skóla geti fengið skammtinn áður en grunnskólar verða settir þann 22. ágúst. Þróunin veldur áhyggjum Þorsteinn segir að skólastjórnendur hafi skiljanlega áhyggjur af ástandinu og óttist að skólahald verði háð einhverjum takmörkunum þegar grunnskólar verða settir í lok ágúst. „Ef þróunin verður áfram á þann veg sem maður er að upplifa núna síðustu daga þá auðvitað veldur það verulegum áhyggjum.“ „Það sem er auðvitað okkur öllum efst í huga núna er að við förum ekki að fara í annan vetur eins og síðastliðinn vetur. Það er alveg ljóst að það ástand og þær takmarkanir sem við bjuggum við í skólastarfinu fóru ekki vel með alla nemendur okkar.“ Vonar að faraldurinn komist aftur á rétta braut Þorsteinn vonar að aðgerðir heilbrigðisyfirvalda og samstillt átak landsmanna verði til þess að staðan verði önnur um miðjan ágúst. „Ég er allavega bjartsýnn gagnvart þeim aðgerðum sem sóttvarnalæknir kann að grípa til núna sem vonandi leiðir okkur inn á réttar brautir á næstu tveimur til þremur vikum. Við vonum að þetta náist.“ Þróunin síðustu daga hefur ekki verið rædd formlega á vettvangi Skólastjórafélagsins en flestir skólastjórnendur eru í sumarleyfi þessa dagana og snúa aftur til vinnu eftir verslunarmannahelgi. „Þá verðum við að taka stöðuna á landsvísu og sjá hvernig staðan er,“ segir Þorsteinn. Staðan komið skólastjórnendum á óvart Þorsteinn segir að það hafi komið skólastjórnendum nokkuð á óvart að þjóðin sé komin aftur á þennan stað í faraldrinum þrátt fyrir hátt hlutfall bólusettra. „Ég held að stjórnendur í skólum hafi verið á sama stað og við öll fyrir mánuði síðan; bjartsýn á að við værum komin sem mest fyrir þetta hér á landi. Auðvitað veldur það okkur vonbrigðum eins og öllum öðrum að við skulum hafa dottið í þetta far á síðustu fjórum, fimm dögum. En við verðum bara að krossa fingur og vona að það verði gripið til einhverra aðgerða núna sem leiða okkur aftur inn á rétta braut. Við erum bara öll að vona það besta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Tengdar fréttir Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fólki með Janssen verður boðinn annar skammtur af bóluefni Til stendur að bjóða öllum sem hafa verið bólusett með efni Janssen aukaskammt af öðru bóluefni til að efla vernd þeirra gegn kórónuveirunni. Hið sama á við um fólk sem er með bælt ónæmiskerfi eða hefur sýnt veikt ónæmisvar í kjölfar bólusetningar. 22. júlí 2021 11:31