Skiptin til Everton tefjast vegna Brexit Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2021 11:31 Cecilía Rán var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra eftir góða frammistöðu með Fylki. vísir/bára Nýjar atvinnuleyfisreglur á Bretlandi eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hafa sett strik í reikninginn fyrir félagsskipti landsliðsmarkvarðarins Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur til enska úrvalsdeildarfélagsins Everton. Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga. Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira
Cecilía er aðeins 17 ára gömul en hefur þrátt fyrir það spilað fjölmarga deildarleiki hér á landi. Fyrst með Aftureldingu/Fram í C- og B-deild árin 2017 og 2018 og síðar með Fylki í Pepsi Max-deild kvenna 2018 til 2020. Cecilía var valin efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra og voru fjölmörg stórlið þá farin að bera í hana víurnar. Cecilía fór til Örebro í Svíþjóð eftir sumarið í fyrra og hefur leikið fjóra leiki fyrir félagið í sænsku úrvalsdeildinni síðan. Þar ber hæst stórleikur sem hún átti gegn toppliði Rosengard í markalausu jafntefli liðanna í upphafi þessa mánaðar. Hún átti að ganga í raðir Everton á Englandi eftir að hún varð 18 ára, sem hún verður á miðvikudaginn kemur, 28. júlí. Örebro 0-0 RosengårdGreat goalkeeping from young Cecilia Ran Runarsdottir and a yellow for time wasting earned Örebro a point. And often 10 players in own penalty area. https://t.co/1gogP53Yc7— Daniel (@DandalBs) July 3, 2021 Goal greinir hins vegar frá því að Cecilía uppfylli ekki kröfur sem gerðar eru til erlendra fótboltamanna til að hljóta atvinnuleyfi á Englandi. Leikmenn þurfa að fá ákveðinn fjölda stiga samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir Brexit. Fjöldi landsleikja auk styrkleiki liðs og deildar sem leikmaður kemur frá eru á meðal þátta sem ákvarða þann stigafjölda. Samkvæmt frétt Goal var hugmyndin að Cecilía myndi safna slíkum stigum á meðan hún væri á mála hjá Örebro en það hefur ekki gengið eftir. Vera má því að skipti hennar til Liverpool-borgar frestist fram í janúar á næsta ári. Cecilía var fyrst valin í A-landsliðshóp af Jóni Þór Haukssyni sumarið 2019 og hefur spilað tvo landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún varð yngsti markvörður til að spila fyrir Ísland þegar hún lék í 1-0 sigri Íslands á Norður-Írum í mars á síðasta ári og bætti þar met Þóru B. Helgadóttur um 148 daga.
Sænski boltinn Enski boltinn Brexit Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Sjá meira