Unnið að því að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra: Sjúklingar skimaðir vikulega Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:01 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Formaður farsóttanefndar Landspítala vonar að búið sé að stoppa í þá leka sem leiddu til alvarlegrar hópsýkingar á Landakoti í fyrra. Nýjum loftræstibúnaði hefur meðal annars verið komið fyrir og sjúklingar verða skimaðir vikulega. 57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
57 starfsmenn og 42 sjúklingar á Landakoti greindust smitaðir og yfir tíu sjúklingar létust þegar hópsýking kom þar upp í október og nóvember í fyrra. Landlæknisembættið rannsakaði málið og komst að þeirri niðurstöðu að ófullkomin hólfaskipting hefði verið helsti áhrifaþáttur þess að hópsýkingin hafði eins alvarlegar afleiðingar og raun bar vitni. Sjá einnig: Slæm hólfaskipting réði úrslitum um harmleikinn á Landakoti Formaður farsóttanefndar Landspítalans bindur vonir við að búið sé að stoppa í þá leka sem auðkenndir voru í skýrslunni. „Í fyrsta lagi þá er ein deildin sem hefur verið tekin í notkun eftir gagngerða endurnýjun. Þar er fullkominn loftræstibúnaður og öll aðstaða bæði sjúklinga og starfsmanna framúrskarandi. Síðan erum við að skima alla vikulega sem eru inniliggjandi á Landakoti og Vífilstöðum og reyndar á fleiri deilum þannig það ætti að hjálpa okkur að greina tilfelli fyrr,“ sagði Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala. Unnið að úrbótum Slík reglubundin skimun hefur ekki verið framkvæmd á Landakoti áður. Már segir að húsnæðið og starfsemin bjóði ekki upp á fullkomna hólfaskiptingu. „Það eru ákveðnir þættir í eðli endurhæfingarstarfsins sem fer fram á öldrunardeildunum sem gerir alla hólfaskiptingu mjög önuga. Hins vegar voru þættir þarna eins og aðstaða starfsmanna sem má bæta þannig það eru þættir þarna í þessari svokölluðu hólfaskiptingu sem má betrumbæta.“ Unnið er að úrbótum á aðstöðu starfsmanna með tilliti til hólfaskiptingar. „Þetta er allt saman okkur í fesrku minni þannig við erum að reyna að draga úr öllum smitleiðum sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hópsýking á Landakoti Landspítalinn Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira