Matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til viðskiptavina að bera grímur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júlí 2021 20:58 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Fólk mun einungis þurfa að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eða þegar húsnæði er illa loftræst. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir óskýrleika í reglugerð. Vafi hefur leikið á því hvort grímuskyldan, sem nú er í gildi, sé almenn eða ekki. Hér að neðan veltir Arnór þessu fyrir sér á Twitter og svarar heilbrigðisráðherra því til að grímuskyldan sé almenn. Almenn grímuskylda í verslunum já.— Svandís Svavarsd (@svasva) July 24, 2021 Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu ber fólki þó einungis skylda til að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eins og áður segir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til fólks að bera grímur í verslunum. „Öll matvöruverslunin mun beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að vera með grímur inni í búðunum. Við getum ekki gengið lengra því að sú reglugerð sem er í gildi hún heimilar okkur ekki að skylda viðskiptavini til þess að gera þetta. Þannig bara til þess að auðvelda fólki lífið og gera þetta skýrara en nú er þá bara eru þessi tilmæli sem matvöruverslunin gefur viðskiptavinum sínum. Lengra getum við ekki stigið eins og staðan er núna.“ Hann segir að óvissa hafi ríkt hjá verslunareigendum „Ruglingurinn felst fyrst og fremst í því að Covid.is segir aðra sögu en reglugerðin. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er náttúrulega mjög ámælisvert ef stjórnvöld geta ekki komið upplýsingunum skýrt frá sér. Það veldur ruglningi eins og komið hefur í ljóst.“ „Það sem kannski verra er að þetta er ekki í fyrsta skipti í þessu ferli öllu sem heilbrigðisráðuneytið misstígur sig í samningu reglna um þetta. Hafa áður þurft að stíga fram og leiðrétta þær reglugerðir sem þeir hafa sett. Það hlýtur að teljast mjög ámælisvert.“ Gagnrýnir óskýrleika „Við erum boðin og búin til þess að vinna með stjórnvöldum að lausn þess vanda sem uppi er. Eina krafan sem við gerum er að skýrleiki þeirra reglna sem við eigum að fara eftir sé ótvíræður. Það skortir mjög á að svo sé eins og staðan er núna. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Vafi hefur leikið á því hvort grímuskyldan, sem nú er í gildi, sé almenn eða ekki. Hér að neðan veltir Arnór þessu fyrir sér á Twitter og svarar heilbrigðisráðherra því til að grímuskyldan sé almenn. Almenn grímuskylda í verslunum já.— Svandís Svavarsd (@svasva) July 24, 2021 Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðisráðuneytinu ber fólki þó einungis skylda til að bera grímur þar sem ekki er unnt að tryggja eins metra fjarlægðarmörk á milli einstaklinga eins og áður segir. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að matvöruverslanir muni beina þeim tilmælum til fólks að bera grímur í verslunum. „Öll matvöruverslunin mun beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að vera með grímur inni í búðunum. Við getum ekki gengið lengra því að sú reglugerð sem er í gildi hún heimilar okkur ekki að skylda viðskiptavini til þess að gera þetta. Þannig bara til þess að auðvelda fólki lífið og gera þetta skýrara en nú er þá bara eru þessi tilmæli sem matvöruverslunin gefur viðskiptavinum sínum. Lengra getum við ekki stigið eins og staðan er núna.“ Hann segir að óvissa hafi ríkt hjá verslunareigendum „Ruglingurinn felst fyrst og fremst í því að Covid.is segir aðra sögu en reglugerðin. Þar liggur hundurinn grafinn. Það er náttúrulega mjög ámælisvert ef stjórnvöld geta ekki komið upplýsingunum skýrt frá sér. Það veldur ruglningi eins og komið hefur í ljóst.“ „Það sem kannski verra er að þetta er ekki í fyrsta skipti í þessu ferli öllu sem heilbrigðisráðuneytið misstígur sig í samningu reglna um þetta. Hafa áður þurft að stíga fram og leiðrétta þær reglugerðir sem þeir hafa sett. Það hlýtur að teljast mjög ámælisvert.“ Gagnrýnir óskýrleika „Við erum boðin og búin til þess að vinna með stjórnvöldum að lausn þess vanda sem uppi er. Eina krafan sem við gerum er að skýrleiki þeirra reglna sem við eigum að fara eftir sé ótvíræður. Það skortir mjög á að svo sé eins og staðan er núna.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira