Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 19:26 Hundblautur eftir sundsprett í Elliðaánum. Stöð 2 Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. „Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira