David Winnie mætti á KR-völlinn í gærkvöldi og KR-liðið svaraði með stórleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 10:01 David Winnie í viðtalinu í KR útvarpinu í gær. Skjámynd/Útvarp KR á fésbókinni KR-ingar voru í miklu stuði í 4-0 sigri á Fylki í fjórtándu umferð Pepsi Max deildar karla í gærkvöldi. KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR. Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
KR-liðið hafði aðeins unnið tvo af fyrstu sjö heimaleikjum sínum í deildinni í sumar en KR-ingar áttu allir sem einn stórleik í gær þar sem fjórir menn liðsins voru á skotskónum. Hvað gerðist? Einhver væri örugglega fljótur að benda á það að gamla hetjan David Winnie var mættur á KR-völlinn í fyrsta sinn í tvö ár. Skotinn Winnie hefur ekkert komið til landsins í kórónuveirufaraldrinum og viðurkenndi í viðtali við Hallgrím Indriðason hjá KR-útvarpinu að hafa ekkert fylgst með Vesturbæjarliðinu þann tíma. David Winnie átti eftirminnilega innkomu í KR-liðið 1998 og 1999. Fyrra sumarið endaði KR í öðru sæti og Winnie var kosinn leikmaður ársins en sumarið 1999 hjálpaði hann KR að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár eða frá 1968. Winnie batt saman vörn KR-liðsins sem vann tvöfalt sumarið 1999 og varð einnig Íslandsmeistari árið eftir þegar Winnie spilaði einnig með liðinu. Skotinn gerbreytti yfirbragði liðsins og það var athyglisvert að sjá KR-inga fara á kostum með hann í stúkunni í gær. David Winnie var líka í skemmtilegu viðtali við KR-útvarpið sem má horfa á með því að smella hér. Þar segir hann frá því að hann vinni nú sem lögmaður í London og sé aðallega að fást við mál tengdum íþróttum þar á meðal leikmenn og félög í ensku úrvalsdeildinni. Winnie fór meðal annars stutt yfir það hvað Brexit hefur skapað honum mikil vandræði en hann tók bara um andlitið þegar hann var spurður út í Brexit. Winnie talaði einnig um þörf KR-liðsins til að fá nýjan leikvang en lítið hefur breyst á vellinum síðan hann spilaði þar um aldarmótin. Winnie spáði leiknum 2-0 fyrir KR en hans menn gerðu enn betur og skoruðu fjögur mörk gegn engu. „Ég hef heyrt að liðið hafi verið í vandræðum hér í Frostaskjóli en vonandi breytist það í kvöld,“ sagði David Winnie og hann fékk heldur betur sýningu frá sínum mönnum í KR.
Pepsi Max-deild karla KR Reykjavík Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira