Innlent

Sextán ára drengur handtekinn fyrir tilraun til innbrots

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast við umferðareftirlit í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Upp úr klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á byggingasvæði í Laugardal. Sextán ára drengur var gripinn við að reyna að brjótast inn í gáma. Þetta segir í dagbók lögreglu.

Ungi maðurinn var færður á lögreglustöð þar sem hringt var í móður hans og honum síðan ekið heim. Tilkynning var að vanda send til barnaverndar.

Upp úr miðnætti var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi á Hafnarfjarðarvegi. Bifreið hafði verið ekið í veg fyrir aðra en engin slys urðu á fólki. Annar ökumannanna hafði ekki gild ökuréttindi og var bifreið hans enn búin nagladekkjum um hásumar.

Um klukkan átta í Hlíðahverfi var ökumaður stöðvaður sem reyndist vera með tvo aukafarþega í skotti bifreiðar sinnar. Málið var afgreitt á staðnum og sekt greidd.

Upp úr miðnætti var ökumaður stöðvaður í Breiðholti, sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, akstur sviptur ökuréttindum og sölu eða dreifingu lyfja.

Rétt fyrir klukkan tíu var ökumaður stöðvaður á Gullinbrú fyrir of hraðan akstur. Hraði mældist 101 kílómetri á klukkustund en hámarkshraði yfir Gullinbrú er 60 kílómetrar á klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×