Ófrískar konur kallaðar í bólusetningu vegna ástandsins Snorri Másson skrifar 27. júlí 2021 09:53 Bólusetningarnar fara að þessu sinni ekki fram í Laugardalshöll, heldur á Suðurlandsbraut 34, þar sem skimanir hafa staðið yfir undanfarið. Vísir/Sigurjón Ófrískum konum verður boðin bólusetning við Covid-19 á fimmtudaginn. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segir að ástand faraldursins kalli á þessa ráðstöfun og hvetur konur til að þiggja bólusetninguna. Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Ófrískar konur sem komnar eru lengra en 12 vikur á leið geta mætt á Suðurlandsbraut 34 á fimmtudaginn og þegið bólusetningu við veirunni. Verður þeim boðið bóluefni Pfizer. Raðað er inn á daginn eftir fæðingarmánuðum kvennanna. Konur fæddar í janúar og febrúar geta mætt á milli 9 og 10, í mars og apríl á milli 10 og 11, og þannig koll af kolli. Þetta verður skýrt nánar á vef Heilsugæslunnar í dag. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þetta hafi verið ákveðið eftir því sem stjórnvöld gerðu sér grein fyrir að smituðum fjölgaði svona ört. „Það er eins og alltaf að maður metur áhættu af einhverju inngripi, hér bólusetningu, á móti gagnseminni. Nú þegar svona mikið smit er í samfélaginu eru bara aðrar forsendur heldur en fyrr á árinu þegar það var mjög lítið smit í samfélaginu. Þetta er í samræmi við það sem Evrópuþjóðir eru að gera. Þetta er unnið af okkar færustu sérfræðingum, kvensjúkdómalæknum og sóttvarnalækni,“ segir Sigríður. Víða í Evrópu hefur ófrískum konum þegar verið boðin bólusetning, en hér á landi var það framan af varúðarráðstöfun að sleppa þessu inngripi í heilsu ófrískra kvenna, eins og gert er með fjölda annarra læknisráða. Nú hvetur heilsugæslan konurnar til að þiggja bólusetninguna. „Eftir tólf vikna meðgöngu þá gerum við það. Það er bara þannig ástand í samfélaginu að það er full ástæða til. Þetta var meira almenn varúðarráðstöfun sem almennt gildir um lyfjagjöf á meðgöngu en núna er ástæða til að endurskoða það,“ segir Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Óléttar og óbólusettar taka aftur upp grímuna og halda sig heima Barnshafandi konur sem ekki hafa getað fengið bólusetningu upplifa sig nokkuð berskjaldaðar fyrir kórónuveirunni, nú þegar smituðum fjölgar. Þær hafa haldið sig til hlés undanfarna daga og stefna á meiri einangrun síðustu vikur meðgöngunnar. 21. júlí 2021 20:00