Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júlí 2021 15:34 Svartir sandar eru í kringum Hjörleifshöfða. Mynd/Map.is Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur. Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris. Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í gær að menn á vegum Top Gear væru á leið til landsins. Mbl.is greindi svo frá því í dag að lögregla hefði verið kölluð til vegna utanvegaksturs við Hjörleifshöfða, þar sem unnið væri að kvikmyndaverkefni á vegum BBC fyrir Top Gear. Kvartmíluklúbburinn boðaði til svokallaðar Top Gear-sandspyrnukeppni við Hjörleifshöfða í dag en Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, sagðist ekki hafa neinn tíma til að ræða málið við Vísi í dag. Sigurjón Andersen, varaformaður klúbbsins, sagðist í samtali við Vísi ekki hafa miklar upplýsingar um málið, annað en að klúbburinn væri að aðstoða við kvikmyndaverkefni. Í samtali við Vísi segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fulltrúi stofnunarinnar hafi verið á vettvangi í dag til að fylgjast með eftir að ábending um málið barst. „Það hefur ekkert leyfi verið veitt fyrir þessu frá Umhverfisstofnun,“ segir Daníel Freyr en bætir við að Umhverfisstofnun hafi fengið þær upplýsingar að þeir sem stæðu að verkefninu hefðu leyfi landeigenda, en Hjörleifshöfði er í einkaeigu. „Það er alveg skýrt í lögum að heimild til aksturs utan vegar er háð leyfi Umhverfisstofnunar, segir Daníel Freyr.“ Engin umsókn hafi hins vegar borist. Með tæki og tól til að laga eftir sig Aðspurður um hvort Umhverfisstofnun ætli sér að grípa inn í segir Daníel Freyr að stofnunin hafi heimild til þess. Hins vegar hafi þeir sem stóðu að verkefninu fullvissað fulltrúa stofnunarinnar um að hreinsað yrði upp eftir aksturinn, enda hafi þeir verið með tæki og tól til þess. Fulltrúar stofnunarinnar munu hins vegar taka út svæðið síðar í vikunni til að taka út fráganginn. Staðan verður metin að því loknu. Top Gear hefur um áraraðir verið gífurlega vinsæll þáttur þar sem fjallað er um bíla. Núverandi þáttastjórnendur Top Gear eru Andrew Flintoff, Paddy McGuinnes og Chris Harris.
Mýrdalshreppur Kvikmyndagerð á Íslandi Bílar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira