Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2021 18:24 Tökur fara nú fram fyrir bresku þættina Top Gear við Hjörleifshöfða. Bylgjan Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar. „Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“ Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
„Hér er um einhvern misskilning að ræða. Við erum bara að sviðsetja hérna hlut, eins og við gerum í kvikmyndageiranum. Þá eru alls konar viðburðir sviðsettir og það er það sem er að eiga sér stað hérna við Hjörleifshöfða í dag,“ segir Guðmundur Guðjónsson, tökustjóri hjá True North, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Mbl.is greindi frá því fyrr í dag að tökur fyrir bresku þættina Top Gear fari fram við Hjörleifshöfða í dag. Kvartmíluklúbburinn hafði auglýst á Facebook eftir þátttakendum í sandspyrnu fyrir þættina og sagði Guðmundur í samtali við mbl.is að það hafi verið nokkuð óheppilegt. Ekki sé um eiginlega keppni að ræða. „Nei, nei, alls ekki. Og við erum í góðri samvinnu við landeigendur og erum að vinna þetta í nánu samstarfi við þá um hvernig öllu er til háttað hérna, þetta eru hlutir sem við höfum oft gert áður, bæði við Hjörleifshöfða og á fleiri stöðum víða um landið þar sem eðlilega fylgir okkar starfsemi eitthvert rask en við göngum auðvitað frá í samræmi við samkomulag okkar við landeiganda,“ segir Guðmundur í Reykjavík síðdegis. Hann segir að True North hafi verið í samtali við Umhverfisstofnun um verkefnið. „Þegar við erum að vinna í friðlandi eða þjóðgarði þá vinnum við það að sjálfsögðu með viðeigandi aðilum. Hérna erum við bara að vinna í samstarfi við landeiganda og erum með leyfi frá honum og leigjum landið af honum í þessum tilgangi og komum til með að skila landinu í sama ástandi og þegar við tókum við því,“ segir Guðmundur. „Við höfum alltaf verið og erum í góðu samstarfi við umhverfisstofnun alls staðar þar sem við erum að vinna og við höfum átt í samtölum við þau í tengslum við þetta verkefni og erum með leyfi fyrir kvikmyndatöku þar sem er þörf á leyfi frá þeim.“
Umhverfismál Kvikmyndagerð á Íslandi Mýrdalshreppur Utanvegaakstur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira