Liverpool grætt 120 milljónir á sölum úr akademíunni Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 07:01 Sölur á þeim ungu hjálpa til við að fjármagna styrkingu á aðalliðshópi félagsins. EPA-EFE/David Klein / POOL Enska knattspyrnufélagið Liverpool seldi á dögunum velska landsliðsmanninn Harry Wilson til Fulham fyrir 12 milljónir punda. Wilson spilaði ekki mínútu fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni en er á meðal nokkurra sem hafa skapað mikinn hagnað félagsins af unglingastarfinu. Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin. Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira
Aukin áhersla hefur verið á unglingastarf hjá Liverpool frá því að nýir eigendur tóku við því árið 2010. Borið hefur meira á ungum leikmönnum í aðalliðshópi félagsins, svo sem Trent Alexander-Arnold, Curtis Jones og Neco Williams, en ekki síður hefur Liverpool grætt á því að selja þá frá félaginu. James Pearce, íþróttafréttamaður hjá The Athletic sem sérhæfir sig í málefnum Liverpool, bendir á að félagið hefur selt leikmenn úr akademíu sinni, sem ýmist eru uppaldir frá barnsaldri eða fengnir til liðsins á unglingsaldri, fyrir 120 milljónir punda á síðustu fimm árum. The academy is certainly paying its way. Departure of Harry Wilson means over past 5 years #LFC have generated £120m in sales from youngsters they have either brought through the ranks or snapped up from other academies before taking them to next levelhttps://t.co/pzrgxM09hZ— James Pearce (@JamesPearceLFC) July 27, 2021 Sú upphæð geti hækkað enn frekar ef Liverpool kýs að selja Nat Phillips, sem kom sterkur inn í liðið eftir meiðsli Joe Gomez og Virgil van Dijk í fyrra. Phillips var fenginn frítt til Liverpool árið 2016 eftir að hafa verið leystur undan samningi hjá Bolton Wanderers og er metinn á 15 milljónir punda. Fyrr í sumar seldi Liverpool hinn unga Liam Millar til Basel fyrir 1,6 milljónir punda, eftir að hafa fengið hann frítt frá Fulham, og pólska markvörðinn Kamil Grabara til FC Kaupmannahafnar fyrir 3 milljónir punda, eftir að hafa keypt hann á 250 þúsund pund. Liverpool fékk Rhian Brewster frá Chelsea þegar hann var 15 ára en seldi hann fyrir 23,5 milljónir punda til Sheffield United í fyrra. Sama sumar fór hollenski bakvörðurinn Ki-Jana Hoever til Wolves fyrir 13,5 milljónir, eftir að hafa fengist á 90 þúsund pund frá Ajax. Sumarið 2019 var Rafael Camacho seldur til Sporting Lissabon fyrir 7 milljónir, 7,5 milljónir fengust frá Rangers fyrir Ryan Kent og Danny Ward fór á 12,5 milljónir punda til Leicester City. Samtals kostuðu þeir 100 þúsund pund, sem raunar allt fór í Ward þegar hann var keyptur frá Wrexham, þar sem Kent er uppalinn og Camacho fékkst frítt. Einnig má nefna leikmenn á við Jordon Ibe, Andre Wisdom, Kevin Stewart, Brad Smith og Sergi Canos sem hafa verið seldir með töluverðum gróða síðustu ár. Rekstrarkostnaður við akademíu félagsins er rúmar tíu milljónir punda á ári og virðist sá peningur vera að skila vel af sér. Þónokkrir spennandi leikmenn eru að koma upp hjá Liverpool þessa dagana, svo sem Harvey Elliott, hinn pólski Mateusz Musialowski, Frakkinn Billy Koumetio og hinn 16 ára gamli Kaide Gordon sem liðið borgaði Derby County eina milljón punda fyrir nýlega. Áhugavert verður að sjá hvort þeir geri nóg til að komast í aðallið félagsins eða hvort þeir verði hluti af gróðavélinni sem akademían virðist orðin.
Enski boltinn Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Sjá meira