Hamilton, sem keyrir fyrir Mercedes, er ríkjandi heimsmeistarari og hefur unnið titilinn sex af síðustu sjö árum. Yfirburðir Mercedes hafa verið miklir í samræmi við það en liðið hefur unnið keppni bílasmiðja síðustu sjö árin í röð.
Hollendingurinn ungi Max Verstappen, sem keyrir fyrir Red Bull, hefur hins vegar veitt Hamilton mikla samkeppni í ár og er efstur í stigatöflu ökuþóra.
Verstappen and Hamilton collide!
— Formula 1 (@F1) July 18, 2021
The title rivals come together at Copse, pitching Verstappen into a high-speed crash.
The Dutchman was able to walk away but he has been taken to hospital for precautionary checks#BritishGP #F1 pic.twitter.com/ol1s9dRJoa
Umdeilt atvik varð strax í upphafi síðasta kappaksturs á Silverstone-brautinni á Bretlandi þar sem Hamilton fór utan í bíl Verstappen sem var að taka fram úr Bretanum, með þeim afleiðingum að Verstappen missti stjórn og þaut utan í öryggisvegg. Bíllinn gjöreyðilagðist og Verstappen lauk keppni auk þess að þurfa að fara á sjúkrahús vegna meiðsla af völdum árekstursins.
Hamilton hlaut 10 sekúndna refsingu fyrir atvikið en kom til baka þar sem hann náði fram úr Charles Leclerc á Ferrari þegar tveir hringir voru eftir til að tryggja sér sigurinn. Hamilton hlaut 25 stig fyrir sigurinn og minnkaði bilið í Verstappen í keppni ökuþóra úr 32 stigum í aðeins átta stiga mun.
Red Bull have lodged a "petition for review" with the FIA over Lewis Hamilton's 10-second penalty at Silverstone#F1 https://t.co/Fpifot6eDA
— Formula 1 (@F1) July 27, 2021
Red Bull hefur áfrýjað dómi Formúlunnar og krefst harðari refsingar gegn Hamilton vegna slyssins. Liðin munu mæta fyrir nefnd á fimmtudag þar sem Red Bull þarf að færa fram ný gögn, sem ekki voru fyrir hendi þegar ákvörðun um fyrri refsingu var tekin, til að sýna fram á frekari sekt Hamiltons.
Christian Horner, sem er yfir liði Red Bull, segir slysið hafa kostað liðið 1,8 milljónir bandaríkjadala, sem er meira en 1% af heildarfjármagni liðsins fyrir tímabilið.