Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. júlí 2021 11:59 Skjáskot úr stiklunni. Er það barn eða lamb? skjáskot/A24 Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi. Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Kvikmyndafyrirtækið A24 gefur myndina út og er hún fyrsta íslenska myndin sem stórfyrirtækið gefur út. Myndin var frumsýnd á Un Certain Regard fyrr í þessum mánuði, sem er hluti kvikmyndahátíðarinnar Cannes. Hún hefur hlotið ágætisviðtökur þar og hlaut meðal annars verðlaun fyrir frumlegheit á hátíðinni. Dýrið verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í október. Hér má sjá stikluna í heild sinni: Klippa: Dýrið - sýnishorn Myndin heitir Lamb á ensku og fjallar um barnlausu sauðfjárbændurna Maríu og Ingvar sem búa í afskekktum dal. Líf þeirra breytist svo þegar kind á bæ þeirra eignast hálfgerða ófreskju, sem virðist af stiklunni vera hálft barn og hálft lamb. Þau ákveða að ala það upp sem sitt eigið afkvæmi en sú ákvörðun virðist koma þeim í koll. Valdimar Jóhannsson leikstýrir myndinni en sænska leikkonan Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með hlutverk bændahjónanna. Björn Hlynur Haraldsson og Ingvar E. Sigurðsson leika einnig í myndinni.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44 Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB. 13. júlí 2021 22:44
Dýrið hlaut verðlaun í Cannes Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. 16. júlí 2021 19:14
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein