Víkingur tekur sæti Kríu í Olís-deildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2021 15:43 Víkingur hefur flakkað milli efstu og næstefstu deildar síðasta aldarfjórðunginn. víkingur Víkingur hefur ákveðið að taka sæti Kríu í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili. Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Kría vann Víking í umspili um sæti í Olís-deildinni síðasta vor en sá sér svo ekki fært að taka sætið vegna aðstöðuleysis. Víkingar fengu því boð um að taka sæti í Olís-deildinni sem þeir þáðu. Þótt Víkingar geri sér grein fyrir að róðurinn verði þungur næsta vetur stefna þeir hátt. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á,“ segir Björn Einarsson, formaður aðalstjórnar Víkings, í fréttatilkynningu frá félaginu. „Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag.“ Berserkir, venslalið Víkings, mun taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Víkingar enduðu í 2. sæti hennar á síðasta tímabili. Víkingur lék síðast í Olís-deildinni tímabilið 2017-18 en þá tók liðið sæti KR sem gaf það frá sér. Víkingur endaði í tólfta og neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll. Fréttatilkynning Víkings Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Víkingur í Olísdeildina næsta vetur! Víkingar hafa formlega þegið boð HSÍ um sæti í Olísdeildinni næsta vetur. „Víkingar náðu frábærum árangri síðasta vetur og þó þetta verði klárlega brekka þá tökum við auðvitað áskoruninni. Það að taka þessari áskorun er í takti við þá vegferð sem handknattleiksdeild Víkings er á. Víkingar hafa viljann, getuna og söguna með sér til að vera meðal efstu liða bæði í kvenna og karlaboltanum og þangað stefnum við innan örfárra ára. Bætt aðstaða og umgjörð í Víkinni, styrking á þjálfarateymum, frábært yngri flokka starf sem hefur skilað gríðarlegri fjölgun iðkenda og síðast enn ekki síst styrkingin sem kemur með Safamýrinni mun tryggja það. Áður en langt um líður verða Víkingar ekki bara í toppbaráttunni í fótboltanum heldur handboltanum líka. Stemningin er þannig meðal leikmanna, þjálfara og aðstandenda. Það er gaman að vera Víkingur í dag. Samhliða þessu þá mun venslalið Víkings, Berserkir væntanlega taka sæti Víkings í Grill 66 deildinni. Það er mjög mikilvægt svo unnt sé að veita ungum leikmönnum Víkings öflugan vettvang til að öðlast keppnisreynslu í sterkri deild og viðhalda eðlilegri endurnýjun í meistaraflokk Víkings. Fyrirvarinn er lítill en við treystum á að ná að þétta raðirnar bæði innan liðsins sem og í umgjörðinni enda slær Víkingshjartað sterkt ansi víða. Þjálfarar hafa teiknað upp sterkt plan svo nú er bara að vinna í fjármögnun ásamt því að kalla inn og bjóða alla sem vilja velkomna með í ævintýrið,“ segir Björn Einarsson formaður aðalstjórnar Víkings.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Víkingur Reykjavík Kría Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira