„Ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2021 13:49 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að nýr litakóði fyrir Ísland hafi ekki teljandi áhrif. Vísir/Vilhelm Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, virðist heilt yfir ekki hafa teljandi áhyggjur af því að Ísland sé komið á lista yfir appelsínugul ríki á litakorti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira
Ísland fer úr grænu yfir í appelsínugult á nýútgefnu korti Sóttvarnarstofnunar Evrópu sem gefið var út rétt í dag, en aðildarríki Evrópusambandsins og tengd ríki eru hvött til þess að taka mið af kortinu og beita sambærilegum takmörkunum á landamærum út frá því. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir 50 en hlutfall jákvæðra sé yfir 4 prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra sýna undi 4 prósent. Ísland fellur þar undir en búast má við í næstu uppfærslu muni Ísland verða rautt, enda er nýgengi smita hér á landi komið yfir 200. Í samtali við Vísi segir Bjarnheiður að áhyggjurnar yfir þessari þróun af hálfu ferðaþjónustunnar séu minni nú en þegar litakóðakerfið var fyrst sett á. „Það er að verða tilfærsla í þessu þannig að við höfum trú á því að þetta verði endurskilgreint, að það verði farið að taka tillit til fleiri þátta en smittíðni og flutfall greindra smita af sýnatöku eins og þetta hefur byggt á hingað til. Að það verði farið að taka tillit til bólusetningarhlutfalls í viðkomandi landi og svo framvegis. Við erum í millibilsástandi núna þannig að ég hef nú trú á því að þetta muni breytast,“ segir Bjarnheiður. Ekki jafn mikið horft til litakóðans Segist hún hafa fundið fyrir því á erlendum mörkuðum að ekki sé jafn mikið horft til litakóðakerfisins eins og áður „Þetta eru bara bólusettir ferðamenn sem eru að ferðast og þeir eru bara meðhöndlaðir öðruvísi heldur en óbólusettir. Það er annað landslag núna en þegar það var byrjað með þetta,“ segir Bjarnheiður. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill 99 prósent þeirra ferðamanna sem hingað koma eru bólusettir að sögn Bjarnheiðar. Þá sé ekki tekið mið af þessu evrópska kerfi í Bandaríkjunum, en þaðan streyma ferðamenn til Íslands um þessar mundir. Segist Bjarnheiður einnig fá upplýsingar frá Evrópu um að ekki sé jafn mikið horft til litakóðans og áður. „Ég hef fengið það staðfest frá mínum samstarfsaðilum í Þýskalandi að þetta yrði ekki einhver dauðadómur ef Ísland yrði rautt,“ segir hún. Bætir hún þó við að reglurnar séu síbreytilegar í hverju landi fyrir sig og að erfitt sé að hafa yfirsýn yfir hvaða reglur gildi hvar á hverjum tíma, en áhyggjurnar séu minni nú en áður yfir litakóðanum hverju sinni. „Svo fer þetta líka eftir því hvað fólk sjálft er að hugsa, manneskjurnar sem eru að ferðast hingað. Maður veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á þær en heilt yfir held ég að þetta sé ekki jafn hræðilegt og við héldum fyrir viku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Sjá meira