West Ham fær heimsmeistara í markið Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2021 18:30 Areola mun veita Lukasz Fabianski samkeppni á komandi leiktíð. John Walton/PA Images via Getty Images Lundúnafélagið West Ham United hefur gengið frá lánssamningi við franska markvörðinn Alphonse Areola frá Paris Saint-Germain í Frakklandi. Hann mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Areola þekkir til í bresku höfuðborginni eftir að hafa varið mark Fulham á síðustu leiktíð, þá einnig á láni frá PSG. Hann lék 36 leiki fyrir þá hvítklæddu en gat ekki komið í veg fyrir fall þeirra úr ensku úrvalsdeildinni. Hann fær nú annað tækifæri til að sanna sig og mun veita Pólverjanum Lukasz Fabianski samkeppni um markmannsstöðuna hjá West Ham. Fabianski er 36 ára gamall og hefur leikið 98 deildarleiki fyrir liðið frá því að hann samdi við West Ham sumarið 2018. Areola hefur verið á mála hjá Paris Saint-Germain frá barnsaldri en hefur átt í vandræðum með að festa sig þar í sessi. Hann hefur leikið 75 leiki fyrir félagið, flesta milli 2017 og 2019. Síðan þá hefur hann verið á láni hjá Real Madrid leiktíðina 2019-20 og hjá Fulham í fyrra. Þá hefur hann einnig leikið eina leiktíð á láni hjá Villarreal á Spáni og með Lens og Bastia í heimalandinu. Ekki er pláss fyrir hann í hópi PSG sem samdi nýverið við Evrópumeistarann Gianluigi Donnarumma sem rann út á samningi hjá AC Milan. Keylor Navas og Sergio Rico eru einnig á mála hjá félaginu. Areola hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Frakkland og var hluti af hópnum sem vann HM í Rússlandi sumarið 2018. Hann var hins vegar ekki í landsliðshópnum sem fór á EM í sumar. West Ham átti glimrandi tímabil í fyrra undir stjórn Skotans David Moyes er liðið hafnaði í 6. sæti deildarinnar og mun það leika í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira