Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30. Vísir

Hlutfall bólusettra sem veikjast alvarlega eftir að hafa smitast af kórónuveirunni er það sama hér á landi og í Ísrael eða eitt prósent. Fjallað verður um þróun fjórðu bylgjunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2, rætt við sóttvarnayfirvöld og staðan tekin á Landspítalanum.

Einnig verður fjallað um bólusetningar framundan, til dæmis kennurum og starfsfólki skóla sem hafa fengið bóluefni Jansen.

Í kvöldfréttum höldum við áfram að fjalla um nýja könnun Maskínu fyrir fréttastofuna og fengin viðbrögð við niðurstöðu hennar hjá þingmönnum.

Í fréttatímanum verður rætt við mætur barna sem fæðast með tunguhaft. Þær segja þekkingar- og úrræðaleysi ríkja í heilbrigðiskerfinu.

Að auki fylgjumst við með eldri borgurum læra töfrabrögð í sumarsólinni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×