Aron Kristjáns vann Dag á Ólympíuleikunum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 07:00 Aron Kristjánsson fagnar sigri með leikmönnum sínum í Barein í leikslok. AP/Pavel Golovkin Barein vann tveggja marka sigur á Japan, 32-30, í handboltakeppni Ólympíuleikanna í nótt og fagnaði þar sem fyrsta sigri sínum á leikunum en bæði lið voru búin að tapa þremur fyrstu leikjum sínum. Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Barein, stýrði sínum mönnum þar með til sögulegs sigurs en þetta var fyrsti sigur liðsins á Ólympíuleikum. Mohamed Ahmed og Husain Alsayyad skoruðu báðir sjö mörk í leiknum. Olympic debutants Bahrain secure an historic first Games win as they defeat Japan after a close battle #Olympics #Tokyo2020 pic.twitter.com/w10AjQ2EEn— International Handball Federation (@ihf_info) July 30, 2021 Lið Barein hafði tapað tveimur leikjum á mótinu með einu marki en núna höfðu strákarnir hans Arons taugarnar til að klára leikinn. Lærisveinar Dags í japanska liðinu töpuðu hins vegar fjórða leiknum í röð og eiga litla sem enga möguleika á því að komast áfram á leikunum sem eru vonbrigði fyrir heimamenn. Barein á aftur á móti enn möguleika á sæti í átta liða úrslitum en þá þurfa strákarnir hans Arons að vinna Egypta í lokaleiknum og treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum. Japanar voru betri í fyrri hálfleik, náðu meðal annars 4-0 spretti, voru 9-7 yfir þegar hálfleikurinn var hálfnaður og leiddu að lokum með einu marki í hálfleik, 17-16. Tatsuki Yoshino fór á kostum í liði Japan í fyrri hálfleik og skoraði þá sex mörk. Barein tók frumkvæðið í byrjun seinni hálfleiks og var komið 23-21 yfir eftir níu mínútna leik. Japanir gáfu ekkert aftir og tókst að komast aftur yfir í 26-25 þegar tólf mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsispennandi en Mohamed Ali, markvörður Barein, sem hafði lítið sem ekkert getað allan leikinn varði þrisvar sinnum á síðustu fimm mínútum sem skipti sköpum. Barein svaraði með þremur mörkum í röð, sigldi aftur fram úr og vann tveggja marka sigur.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Sjá meira