Sport

Ungi sleggjukastarinn sem fékk sleggjuna í höfuðið er látinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sleggjukastari lætur hér sleggjuna sína vaða en myndin tengist þó ekki fréttinni.
Sleggjukastari lætur hér sleggjuna sína vaða en myndin tengist þó ekki fréttinni. EPA-EFE/RAMINDER PAL SINGH

Frjálsíþróttakonan efnilega Alegna Osorio frá Kúbu er látin en hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í vor.

Osorio, sem var sleggjukastari, hafði keppt á Ólympíuleikum unglinga og var aðeins nítján ára gömul.

Slysið varð á æfingu í apríl þegar Alegna fékk sleggju í höfuðið þegar hún var á æfingu á Kúbu. Hún slasaðist mjög illa og lést í vikunni.

„Við deilum þessum óbærilega sársauka með fjölskyldu hennar,“ sagði Osvaldo Vento forseti íþróttasambands Kúbu.

Osorio hafði náð fjórða sætinu á Ólympíuleikum unglinga árið 2018 og vann bronsverðlaun í Ameríkukeppni tuttugu ára og yngri fyrir tveimur árum.

Sleggjukastarinn Gwen Berry, sem keppir á Ólympíuleikunum í Tókýó, minntist hennar á Twitter síðu sinni.

„Ég vil senda fjölskyldu hennar ást á þessum erfiða tíma. Þetta er svo sorglegt,“ skrifaði Gwen Berry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×