Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni á Vísi.
Hádegisfréttir Bylgjunnar í beinni á Vísi. vísir

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá stöðunni í kórónuveirufaraldrinum en mikill fjöldi fólks heldur áfram að greinast með veiruna. Við förum yfir framboðsmál fyrir komandi alþingiskosningar og fleira.

Hundrað og tólf greindust að minnsta  kosti með kórónuveiruna í gær þar af áttatíu utan sóttkvíar. Enn á eftir að klára að fara yfir skimanir gærdagsinis og því gæti smituðum í gær átt eftir að fjölga. Met var slegið í fjölda smitaðra í fyrradag þegar allir höfðu verið taldir en þá greindust 129 manns smitaðir af veirunni.

Við heyrum í Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra sem telur tilgangslítið að hafa miklar samkomutakmarkanir ef niðurstaðan verði sú eftir eina eða tvær vikur að bólusettir veikist ekki alvarlega.

Sósíalistaflokkurinn birti framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust í morgun. Við greinum frá því hverjir skipa efstu sætin.

Þá segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að Vinstri græn útiloki ekki samstarf með neinum flokki að loknum kosningum. Margir möguleikar virðist í stöðunni samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis.

Þetta og fleira í fréttum Bylgjunnar klukkan tólf á hádegi.

Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd -:-
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið



      Fleiri fréttir

      Sjá meira


      ×