Bjarkey færð í efsta sæti í Norðaustur Jakob Bjarnar skrifar 30. júlí 2021 12:13 Flestir bjuggust við því að Bjarkey myndi fylla skarðið sem Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður Vg, skilur eftir sig en hann hefur lokið leik. En Óli Halldórsson sigraði Bjarkey í forvali. Hann hefur nú dregið sig í hlé. Óli Halldórsson, sem sigraði í forvali flokksins, greinir frá því að alvarleg veikindi hafi komið upp hjá eiginkonu hans. Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Stjórn kjördæmaráðs Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hafa gert tillögu að breytingu á röðun efstu þriggja á lista Vg í Norðausturkjördæmi. Þær tillögur eru svohljóðandi: Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Jódís Skúladóttir Óli Halldórsson Breytingartillagan verður lög fyrir fund kjördæmaráðs eftir helgi. Það vakti verulega athygli þegar Óli lagði Bjarkey, þingflokksformann, flokksins í prófkjöri. En Bjarkey hefur verið ákafur talsmaður ríkisstjórnarinnar og talið að hún nyti ótvíræðs stuðnings flokksforystunnar. Óli hlaut glæsilega kosningu og var það auk annarra úrslita víðar um land í forvali Vg haft til marks um að grasrót flokksins væri síður en svo ánægð með ríkisstjórnarsamstarfið. Óli sjálfur dró sig í hlé og hann gerir grein fyrir ástæðum þess á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. „Ég hef af persónulegum ástæðum ákveðið að víkja frá áformum um að leiða framboð VG í Norðausturkjördæmi til Alþingiskosninga komandi haust. Alvarleg veikindi hafa komið upp hjá eiginkonu minni, sem haft hafa í för með sér ófyrirséðar áskoranir.“ Þá segir Óli að í forystuhlutverk í pólitík landsmála fer menn ekki til smárra verka eða af hálfum hug. „Ég tek því umboði sem mér var veitt í forvali VG af mikilli auðmýkt og virðingu en óska vinsamlegast eftir því að mínum aðstæðum verði sýndur skilningur. Með bjartsýni á batnandi heilsu og jafnvægi fjölskyldu minnar með tímanum mun ég vonandi hafa aðstæður til vaxandi þátttöku fyrir VG á ný,“ segir Óli. Þá biður hann fólk vinsamlegast um að virða það við fjölskylduna að hún muni ekki ræða þessi mál frekar í símtölum, með skilaboðum eða öðrum hætti að svo stöddu.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira