Eyjamenn skemmta sér í hvítum tjöldum úti í garði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2021 15:00 Hvítu tjöldin voru sett upp í ár og hér stendur Svava Kristín fyrir framan eitt þeirra. Tjöldin eru aftur á móti ekki í Herjólfsdal heldur úti í garði hjá Eyjamönnum. Heimatilbúin Þjóðhátíð fer nú fram í Vestmannaeyjum. Heimamenn halda í hefðirnar og gestir eru boðnir velkomnir enda næg tjaldstæði laus. „Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“ Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira
„Við reynum að gera það besta úr stöðunni. Við höfum gaman í litlum hópum í nær öllum görðum eyjunnar,“ segir Svava Kristín Gretarsdóttir, íþróttafréttamaður fréttastofu og Eyjamær en hún er að sjálfsögðu stödd í sínum heimabæ yfir verslunarmannahelgina og fréttastofa heyrði í henni hljóðið í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Mjög margir settu upp hvítu tjöldin í görðunum sínum. Við höldum Þjóðhátíð þrátt fyrir að vera ekki í Herjólfsdal. Það var setningarkaffi í gær og Þjóðhátíðin formlega sett. Það mátti heyra í flugeldum og svo eru auðvitað lundaveislur, kjötsúpa og annað. Við höldum í allar hefðir.“ Meiri hræðsla í fyrra Annað árið í röð er Þjóðhátíð ekki haldin í Herjólfsdal vegna samkomutakmarkanna. Svava Kristín segir þó meiri stemningu ríkja nú en í fyrra. „Í fyrra var meiri hræðsla. Við vissum ekki alveg hvað við værum að glíma við og bjuggumst bara við að fá okkar Þjóðhátíð á næsta ári. En núna erum við að missa Þjóðhátíð aftur og reynum bara að gera það besta úr þessu. En við fylgjum öllum reglum að sjálfsögðu. Það tekur enginn garður tvö hundruð manns þannig að þetta eru 50-60 manna hópar að skemmta sér saman.“ Svava viðurkennir þó að auðvitað ríki sorg hjá Eyjamönnum enda vilji þeir helst halda Þjóðhátíð í dalnum þar sem allir geta verið saman. Ljúfir endurfundir eru þó huggun harmi gegn. Eyjamenn hafa verið að koma „heim“ síðustu daga auk fjölmargra gesta. „Og það er bara geggjað. Við fögnum því að fá sem flesta og ég vona að það komi enn fleiri í dag og njóti þess að vera í Eyjum. Það er svo mikið líf og geggjað veður og stemning alls staðar!“
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Sjá meira