Segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. júlí 2021 18:30 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Yfirmaður smitrakningarteymisins segir engar vísbendingar um að faraldurinn sé á niðurleið og hefur áhyggjur af stöðunni. Aldrei hafa fleiri greinst með kórónuveiruna innanlands á einum degi og vegna álags getur smitrakningarteymið ekki hringt í þá sem þurfa í sóttkví. 145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
145 greindust með smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og voru lang flestir utan sóttkvíar. 38 þeirra smituðu eru óbólusettir. Einn var lagður inn á Landspítala í gær með Covid-19 og eru samtals tíu inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Hefur áhyggjur Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymisins segist ekki eiga von á að sjá lægri smittölur næstu daga. Á þessari stundu með þessar smittölur, 145 smit. Telur þú enn að við séum með yfirhöndina, að þetta sé ekki komið út böndunum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu, ég sé engar vísbendingar um að þetta sé á leiðinni niður þannig að ég hef alveg áhyggjur.“ Dæmi séu um að fyrirtæki hafi þurft að loka þar sem allir starfsmenn séu smitaðir. Í faraldrinum hefur smitrakningarteymið hringt í alla þá sem þurfa í sóttkví. Vegna álags og fjölda smitaðra hefur teymið ekki lengur tök á því. „Núna látum við það nægja að senda þeim skilaboð sem eru innbyggð í kerfinu hjá okkur, sms og tölvupóst í flestum tilvikum. Svo þarf fólk að fóta sig innan þess. Núna þekkir fólk þetta, ef ekki þá spyrðu vin.“ Sjá einnig: Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Spilum ekki á veiruna Fólk sem greinist smitað mun þó áfram fá símtal frá teyminu. Mikið álag er í rakningunni og segir Jóhann marga vilja sniðganga sóttkví og fara beint í sýnatöku á fyrsta degi sóttkvíar til að losna úr prísundinni. Slíkt sé ekki í boði. Sjö daga sóttkví er áfram reglan. „Við getum alveg spilað á það en við spilum ekki á veiruna hvað það varðar, svo fá þeir einkenni á fjórða eða fimmta degi og þá eru þeir búnir að smita einhvern fjölda.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56 Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17 Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Viðbúið að sumir fari að ljúga til að losna fyrr úr einangrun Bólusett fólk í einangrun er margt í vafa um hvort nýjar reglur um styttri einangrunartíma, gildi fyrir það. Það veltur allt á mati lækna Covid-göngudeildarinnar sem hafa tekið símaviðtöl við smitaða einstaklinga og eru með góða yfirsýn yfir það til hverra styttri einangrunartími nær. 31. júlí 2021 13:56
Rakningarteymið nær ekki lengur að sinna öllum Svo margir greinast nú daglega með kórónuveirusmit að smitrakningarteymið nær ekki að hringja í alla þá sem eiga að fara í sóttkví. Nú eru þeir sem smitast beðnir að hafa sjálfir samband við þá sem þeir hafa verið í návígi við og sendir rakningarteymið aðeins á þá SMS með áminningu um að þeir séu komnir í sóttkví. 31. júlí 2021 12:17
Aldrei fleiri greinst á einum degi: 145 greindust innanlands Í gær greindust 145 einstaklingar með Covid-19 innanlands. Aldrei hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. 31. júlí 2021 10:56