Fjallað verður um kórónuveirufaraldurinn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Einnig fjallað um fólk á ferðalagi um landið um verslunarmannahelgina. Skemmtanahald hefur gengið vel þótt talsverður erill hafi verið á einhverjum stöðum, til að mynda tjaldsvæðinu Hömrum á Akureyri.
Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra Senu sem heldur utan um Brekkusönginn í kvöld, sem sunginn verður fyrir tóma brekku. Samt sem áður vinna hátt í sextíu manns að uppsetningu atburðarins.
Þetta og meira til í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.