Simone Biles kom sterk til baka og komst á verðlaunapall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 09:43 Simone Biles var mjög fegin eftir að hún kláraði æfingarnar sínar. AP/Natacha Pisarenko Bandaríska fimleikakonan Simone Biles brosti sínu breiðasta eftir æfingu sína og síðan enn meira eftir að hún hafði tryggt sér bronsverðlaun í úrslitum á jafnvægisslá í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons. Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira
Kínverjinn Guan Chenchen er Ólympíumeistari á slá eftir frábærar æfingar sína og landa hennar Tang Xijing varð í öðru sæti. Biles náði síðan bronsinu alveg eins og á síðustu Ólympíuleikum. Þetta voru sjöundu verðlaun Biles á Ólympíuleikum. Simone Biles returns to take bronze in the women s beam final as Guan Chenchen and Tang Xijing lead China one-two https://t.co/VkMYSTd95g #Olympics pic.twitter.com/cO3zjLFhpL— Guardian sport (@guardian_sport) August 3, 2021 Simone Biles hafði dregið sig úr keppni í liðakeppninni, í fjölþrautinni sem og í úrslitum í stökki, á tvíslá og í æfingum á gólfi. Hún treysti sér aftur á móti til að keppa í síðustu greininni sem voru þessi úrslit á jafnvægisslánni. Biles hafði verið að glíma við andlega þáttinn hjá sér en hún sagðist vera með svokallaða „twisties“ sem er andlega meinloka þegar kemur að því að gera snúninga og heljarstökk í loftinu. Simone Biles var með sjöunda besta árangurinn á jafnvægisslánni í undankeppninni en hún vann líka bronsverðlaun í þessari grein á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir fimm árum. Biles gerði ekki eins erfiðar æfingar og hún er vön en skilaði æfingunum sínum samt mjög vel. Hún brosti líka sínu breiðasta eftir að lendingin tókst og hún hafði náð að klára æfinguna. Það fór ekki á milli mála hversu fegin hún var að hafa komist í gegnum æfinguna og henni var líka vel fagnað af þjálfurum og öðrum keppendum. Þegar Biles lauk keppni þá var hún í öðru sæti á eftir hinni kínversku Tang Xijing sem tók forystuna strax í byrjun. Fjölþrautarmeistarinn Sunisa Lee frá Bandaríkjunum tókst ekki alveg eins vel upp og náði ekki að komast upp fyrir Biles. Fjórar höfðu þar með lokið keppni og Biles var enn önnur. Það var bara ein fimleikakona sem komst upp fyrir Biles og það var hins sextán ára gamla Guan Chenchen. Chenchen var með bestu einkunnina í undankeppninni og gerði frábærar æfingar sem skiluðu henni mjög öruggum sigri. Þetta voru önnur gullverðlaun Kínverja í fimleikakeppninni í dag því Zou Jingyuan hafði áður unnið tvíslá karla þar sem Þjóðverjinn Lukas Dauser fékk silfur og Ferhat Arıcan frá Tyrklandi brons.
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjá meira