Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2021 11:34 Þrír farþegar rútunnar, sem sést hér í bakgrunni, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Magnús Hlynur Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49