Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2021 22:36 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Vísir/Vilhelm Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst. Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund. Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Halla Hrund tók við embætti orkumálastjóra í sumar en hún hefur síðustu ár stýrt miðstöð norðurslóða við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði hún orkuskipti í samgöngum sérstaklega mikilvæg þegar horft væri til loftslagsbreytinga sem sýni sífellt af sér alvarlegri hliðar. Sagðist hún telja tækifæri til þess að gera betur í íslensku samfélagi þrátt fyrir að hér hefði ýmislegt tekist vel til á undanförnum árum og áratugum. „Eitt af lykilverkefnunum framundan þegar kemur að orkumálum hér heima er að klára orkuskiptin. Þá erum við ekki bara að horfa til orkuskipta í samgöngum á landi heldur erum við líka að horfa á orkuskipti til lengri tíma litið bæði á sjó og einnig í flugsamgöngum,“ sagði Halla Hrund. Þarf að fjölga hraðhleðslustöðvum Um fjórðungur bíla sem var nýskráður í fyrra var rafbílar. Halla Hrund sagði að þegar tekið sé tillit til líftíma farartækja þurfi að gera töluvert betur ætli Íslendingar sér að ná lengra á næstu árum í orkuskiptum bílaflotans. Stjórnvöld spili þar stórt hlutverk, bæði með því að greiða leiðina með ýmsum hvötum og ívilnunum og með því að passa að innviðir séu aðgengilegir og nýtist fólki sem best sama hvar það er á landinu. Í því samhengi nefndi hún hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Nú sé svo komið að rafbílaeigendur ættu ekki að vera í vandræðum með að hlaða bíla sína hringinn í kringum landið en betur megi ef duga skuli. „Það er til dæmis þörf á því að bæta fjölda hraðhleðslustöðva sem gera það að verkum að þú þarft að bíða styttra eftir því að klára að hlaða farartækið þitt. Þannig að það er nóg framundan,“ sagði orkumálastjóri. Benti hún á að stjórnvöld hafi sýnt málaflokknum sífellt meiri áhuga og veitt honum aukinn stuðning á undanförnum árum. Þannig hafi framlög í orkusjóð undir Orkustofnun margfaldast. Sjóðurinn hefur meðal annars styrkt verkefni til þess að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt land. Sátt ríki um nýtingu vindorku Halla Hrund var spurð sérstaklega út í hlutverk vindorku í orkuskiptum hérlendis. Sagði hún ljóst að vindorka ætti eftir að spila stórt hlutverk í orkuskiptum á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum. Mörg tækifæri væru til þróunar vindorku á Íslandi. Mikilvægt væri þó að vandað væri til leikreglna og ferla við ákvörðunartökur þannig að sátt gæti ríkt og tækifærin væru nýtt með sem bestum hætti. Þörf væri á margskonar lausnum í orkuskiptunum og þar gætu rafmagn, vetni og lífdísill leikið sín hlutverk. „Ég held að góðu fréttirnar í þessu samhengi séu að Ísland hefur þegar náð miklum árangri. Við erum fámenn þjóð, við erum vel menntuð þjóð og ég held að við höfum sýnt að getum allt sem við ætlum okkur, þannig að ég er bjartsýn,“ sagði Halla Hrund.
Orkumál Loftslagsmál Vistvænir bílar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira