Vonar að uppfært hættumat Bandaríkjamanna fæli ekki ferðamenn frá landinu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. ágúst 2021 12:33 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðlagt frá því að ferðast til Íslands vegna mikillar fjölgunar smitaðra hér á landi. Formaður samtaka ferðaþjónustunnar segir einungis bólusetta Bandaríkjamenn ferðast til landsins og vonar því að tilmælin hafi lítil áhrif. Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Sjá meira
Eftir því sem smituðum hefur fjölgað hér á landi hefur fjórtán daga nýgengi á hverja hundrað þúsund íbúa rokið upp og hefur aldrei verið hærra. Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna metur Ísland á stigi þrjú sem er næst hæsti áhættuflokkurinn þar i landi. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er því ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn komið til landsins Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að stór hluti þeirra sem ferðist hingað til lands séu Bandaríkjamenn en vonar að tilmælin hafi lítl áhrif á ferðaþjónustuna. „Við vonum auðvitað ekki en það er ómögulegt að segja. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum heimi sem við lifum í í dag. Það er lykilatriði að þetta á einungis við um óbólusetta Bandaríkjamenn þannig það er ekki verið að taka fyrir ferðir bólusettra Bandaríkjamanna hingað til lands. Hingað til og síðan í vor hafa þetta eingöngu verið bólusettir ferðamenn frá bandaríkjunum sem hafa komið hingað til íslands þannig við vonum það besta, að þetta hafi engin eða sáralítil áhrif.“ Hún segir utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna með aðra nálgun. „Þar er Ísland enn gult og þar er tekið tillit til fleiri þátta þegar verið er að meta þessar ferðaráðleggingar. Þannig að það er stundum erfitt að átta sig á þessu og eins og ég sagði, síbreytilegt eftir dögum og stöðu.“ Rætt var við Bjarnheiði í hádegisfréttum Bylgjunnar. Verði Ísland fært í áhættuflokk fjögur sem er hæsti flokkurinn verður bólusettum Bandaríkjamönnum einnig ráðlagt frá ferðalögum til Íslands. Það myndi væntanlega hafa töluverð áhrif? „Það er náttúrulega allt önnur staða og myndi væntanlega hafa alvarleg áhrif hér á landi ég held að það sé ekki spurning.“ Kominn tími til að horfa í annað en smittölur Bjarnheiður segir kominn tími til að fleiri þættir en smittölur verði teknir til greina þegar staðan er metin í hverju landi fyrir sig nú þegar fjöldi fólks sé bólusettur. „Mér finnst alveg kominn tími til þess að fleiri þættir verði teknir inn í þetta mat. Við erum kominn á þann stað að sífellt hærra hlutfall, ekki bara Íslendinga heldur heimsbyggðarinnar er bólusett og þá hljótum við að horfa til þátta eins og sjúkrahúsinnlagna og veikinda og hvort að faraldurinn sé að fara eins illa með okkur eins og hann hefði gert ef við hefðum ekki verið bólusett. Ég held að að sé einmitt lykilatriði núna.“ Ísraelsk stjórnvöld hafa samþykkt nýjar sóttvarnaaðgerðir á landamærum. Komufarþegar frá Íslandi þurfa að sæta sjö daga sóttkví og framvísa tveimur neikvæðum PCR-prófum við komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Sjá meira
Ísland í næsthæsta áhættuflokk hjá CDC Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur sett Ísland í næsthæsta áhættuflokk á ferðaráðssíðu stofnunarinnar. Óbólusettum Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Íslands. 4. ágúst 2021 08:03