Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 13:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks Vísir/ArnarHalldórs Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira