Bein útsending: Það getur verið öðruvísi að eldast hinsegin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2021 16:30 Sandra segir óttann við fordóma geta valdið einangrun aldraðra hinsegin einstaklinga. Getty „Rannsóknir erlendis sýna að þessi hópur aldraðra, sem þarf að fara að leita aðstoðar á borð við heimahjúkrun, forðast að nýta sér þessa þjónustu.“ Þetta segir Sandra Ósk Eysteinsdóttir um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan. Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Vísir streymir beint frá fræðslufundinum „Að eldast hinsegin“ sem er þáttur í Hinsegin dögum og hefst kl. 17. Sandra er meðal þeirra sem halda utan um viðburðinn, sem hún segir ætlað að vekja umræðu um stöðu aldraðra hinsegin einstaklinga. Spurð að því hvort hinsegin fólk eldist ekki bara eins og allir aðrir segir Sandra málið ekki svo einfalt. Erlendis hafi verið gerðar rannsóknir á velferð þessa hóps en engar hérlendis. Sandra og eiginkona hennar, sem eru báðar hjúkrunarfræðingar, hafi hins vegar gert óformlega könnun meðal annarra heilbrigðisstarfsmanna, sem leiddi í ljós að fæstir þeirra vissu til þess að hafa komið nálægt umönnun hinsegin einstaklings. „Þessi hópur er í felum,“ segir Sandra en vandamálið felist ekki síst í ótta fólks við að mæta fordómum. Hún bendir á að nú sé sú kynslóð að komast á aldur sem upplifði HIV-ógnina og allt sem henni fylgdi; áföll, fordóma og útskúfun. Hún segir hætt við að þessir einstaklingar einangri sig, til dæmis þegar þeir þurfa að flytja á hjúkrunarheimili; fari ekki í mat með öðrum eða stundi félagslíf. Hin hliðin á peningnum séu svo raunverulegir fordómar. „Það eru ekkert öll dýrin í skóginum vinir,“ segir Sandra. „Það eru ekkert allir sammála um að fólk eigi að fá að vera hinsegin og það er ekkert sem bannar þá skoðun. En það er svolítið vont að þurfa að fá þjónustu hjá eða búa með einhverjum sem hugsar svoleiðis.“ Þjóðargersemin Páll Óskar Hjálmtýsson er meðal þeirra sem hafa kallað eftir hjúkrunarheimili fyrir samkynhneigða og bent á nauðsynina á félagsskap vina, þar sem margir hommar til dæmis séu barnlausir.Mynd/Baldur „Regnbogaheimili“ Sandra svarar því játandi að líklega sé um að ræða millibilsástand, þar til yngri kynslóðir vaxa úr grasi. Til dæmis sé alls konar ungt hinsegin fólk að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Hún segir hins vegar ómögulegt að sitja bara hjá og bíða. „Það eru svo margir sem munu þurfa að nýta sér þessa þjónustu í milltíðinni og við þurfum að hlúa að þeim sem þurfa á heilbrigðisþjónustunni að halda næstu áratugina.“ Þess vegna þurfi að leita lausna og meðal frummælenda á fræðslufundinum verði hjúkrunarfræðingur sem ætlar að segja frá „regnbogavottuðum“ heimilum í Danmörku, þar sem allir eru velkomnir. „Og í Bandaríkjunum er fullt af LGBTQ-„friendly“ heimilum, þar sem stefnan er bara opinberuð og gagnkynhneigðir vita þá bara að þeir eru að fara á heimili þar sem regboganum er flaggað,“ segir Sandra. Um þetta og margt fleira verður rætt á fræðslufundinum, sem verður í beinu streymi hér fyrir neðan.
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent