Gríðarlega stoltur af systur sinni sem er komin í úrslit á Ólympíuleikunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Systkinin Christopher og Kellie Harrington fyrir allmörgum árum. úr einkasafni Þjálfari kvennaliðs Fram í fótbolta, Christopher Harrington, kveðst afar stoltur af systur sinni, Kellie, sem er komin í úrslit í léttvigt í hnefaleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum. Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Kellie tryggði sér sæti í úrslitum með sigri á Sudaporn Seesondee frá Taílandi í gær. Bardaginn var jafn og spennandi en þrír dómarar dæmdu Kellie í vil en tveir Seesondee. „Ég er mjög stoltur og það er eiginlega erfitt að segja hversu stoltur ég er. Það er erfitt að lýsa þessu en stoltið er mikið,“ sagði Christopher í samtali við Vísi í gær. Hann var þá á leið heim til Írlands þar sem hann mun fylgjast með úrslitabardaganum ásamt fjölskyldu sinni. Hann horfir á alla bardaga systur sinnar og fylgdist að sjálfsögðu vel með undanúrslitabardaganum í gærmorgun. „Ég horfi á alla bardaga hennar, sama hvar þeir eru í heiminum, og það kom aldrei til greina að missa af bardögunum hennar á Ólympíuleikunum,“ sagði Christopher. Kellie fagnar sigrinum í undanúrslitunum í gær.getty/Stephen McCarthy Þetta var ekki fyrsti bardagi þeirra Kellie og Seesondee en þær mættust einnig í úrslitum í léttvigt á heimsmeistaramótinu 2018. Þar hafði Kellie betur, 3-2, eins og í gær. „Þær þekkjast vel og þetta var alltaf að fara að vera jafn bardagi. Ég er bara ánægður að hún gerði nóg til að vinna,“ sagði Christopher. Kellie getur orðið önnur írska konan til að vinna gull í léttvigt á Ólympíuleikunum en Katie Taylor afrekaði það í London 2012. Í úrslitunum mætir Kellie Beatriz Ferreira frá Brasilíu. „Það eru alltaf helmingslíkur í úrslitaleik í hvaða íþrótt sem er. Hún verður sjálfsörugg og klár í slaginn og vonandi dugir það til,“ sagði Christopher. Christopher við veggspjald af systur sinni.úr einkasafni Hnefaleikar eru vinsælir á Írlandi enda hefur Írum gengið afar vel í greininni á Ólympíuleikum í gegnum tíðina. Alls hafa Írar unnið til átján verðlauna í hnefaleikum á Ólympíuleikum. Þá er medalían sem Kellie fær, hvort sem það verður gull eða brons, meðtalin. „Allir í Dublin og öll írska þjóðin hefur stokkið á þennan vagn og allir styðja við bakið á henni. Það eru myndir af henni á plakötum og auglýsingaskiltum úti á götu. Þetta er stórt,“ sagði Christopher. Að hans sögn byrjaði Kellie að box fyrir 12-15 árum. „Hún var alltaf virkur krakki og fann sig í boxinu. Hún varð svo frekar góð í því og vann landstitla á Írlandi,“ sagði Christopher. Kellie hefur einnig unnið til verðlauna á alþjóðlegum mótum. Hún varð í 2. sæti á HM 2016 og vann svo gullið tveimur árum síðar. Þá vann hún silfur á Evrópuleikunum 2019 og brons á EM 2018. Christopher er farinn heim til Dublin þar sem Harrington-fjölskyldan mun horfa saman á úrslitabardagann.úr einkasafni „Þetta hefur verið stöðug en jafnframt erfið leið hjá henni en að komast á toppinn er ótrúlegt,“ sagði Christopher sem er elstur fjögurra systkina. Meðfram því að stunda hnefaleika starfar Kellie við ræstingar á spítala í Dublin. Og þar ætlar hún að starfa áfram, jafnvel þótt hún verði Ólympíumeistari. „Hún er framlínustarfsmaður. Hún hefur fengið mörg tækifæri til að gerast atvinnumaður en draumur hennar var alltaf að keppa á Ólympíuleikunum fyrir hönd írsku þjóðarinnar. Það var frábært að komast á Ólympíuleikana og að fara í úrslit er draumi líkast,“ sagði Christopher að lokum.
Box Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir 89 ára gamall ökumaður straujaði niður þýska landsliðshjólreiðamenn Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum „Þetta eru allt Keflvíkingar“ Annað Íslandsmetið á rúmri viku „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti