Fjalar nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. ágúst 2021 15:30 Fjalar Sigurðarson er nýr upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Fjalar Sigurðarson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi í dómsmálaráðuneytinu. Fjalar tekur við starfinu af Hafliða Helgasyni sem gegndi því í tæp þrjú ár. 34 sóttu um starfið. Kjarninn greinir frá ráðningunni. Fjalar gegndi síðast starfi markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar sem lögð var niður þann 1. júlí. Fjalar lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og hefur verið starfandi sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil. Fjalar hefur umtalsverða reynslu af markaðsmálum og úr tæknigeiranum og var á meðal frumkvöðla í hagnýtingu Internetsins í viðskiptum hérlendis. Hann á einnig að baki fjölbreyttan feril í ýmsum fjölmiðlum, svo sem hjá Ríkisútvarpinu, Stöð 2 og Skjá einum. Skal veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar 34 sóttu um starfið en í auglýsingu kom fram að viðkomandi myndi bera ábyrgð á fjölmiðlatengslum dómsmálaráðuneytisins og ritstýrði vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Þegar Hafliði var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Ráðuneytið bar því fyrir sig að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað fælist í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Nú sóttu 34 um starfið, þeirra á meðal reyndar fjölmiðlakonur á borð við Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra og útgefanda hjá 365 miðlum, og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi ritstjóra DV. Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins Alls bárust 34 umsóknir um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 14. maí 2021. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. 1. júní 2021 09:17 Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. 25. maí 2021 18:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Kjarninn greinir frá ráðningunni. Fjalar gegndi síðast starfi markaðsstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar sem lögð var niður þann 1. júlí. Fjalar lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og hefur verið starfandi sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil. Fjalar hefur umtalsverða reynslu af markaðsmálum og úr tæknigeiranum og var á meðal frumkvöðla í hagnýtingu Internetsins í viðskiptum hérlendis. Hann á einnig að baki fjölbreyttan feril í ýmsum fjölmiðlum, svo sem hjá Ríkisútvarpinu, Stöð 2 og Skjá einum. Skal veita fjölmiðlum og almenningi upplýsingar 34 sóttu um starfið en í auglýsingu kom fram að viðkomandi myndi bera ábyrgð á fjölmiðlatengslum dómsmálaráðuneytisins og ritstýrði vefjum þess. „Viðkomandi fylgist með fréttaflutningi sem tengist starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir fjölmiðlum og almenningi upplýsingar. Leitað er að einstaklingi með áhuga á að móta starfið með starfsmönnum ráðuneytisins. Um fullt starf er að ræða.“ Meðal hæfniskrafna eru háskólanám sem nýtist í starfinu, og er meistaragráða sögð æskileg. Þá er reynsla af blaða/fréttamennsku talin vera kostur í starfinu, sem og þekking á málefnasviðum ráðuneytisins. Hafliði Helgason upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Þegar Hafliði var ráðinn í starfið sumarið 2018 hafði ráðuneytið auglýst eftir umsækjendum í mars sama ár. Hópur umsækjenda sótti þá um starfið, sem var auglýst aftur í apríl, þá með útvíkkuðum hæfnisskilyrðum. Þá var Sigríður Andersen dómsmálaráðherra. Ráðuneytið bar því fyrir sig að það teldi rétt að víkka út skilyrðin og gera ítarlega grein fyrir því hvað fælist í starfinu og freista þess þannig að hafa úr stærri hóp að velja. Í upphafi sóttu 25 um starfið en svo var starfið auglýst aftur. Tveir drógu umsókn sína til baka og stóðu því eftir 23 umsækjendur. 23 bættust við hópinn eftir síðari auglýsingu og voru því umsækjendur um starfið 46. Hafliði var á meðal þeirra sem sóttu um starfið eftir seinni auglýsinguna. Nú sóttu 34 um starfið, þeirra á meðal reyndar fjölmiðlakonur á borð við Kristínu Þorsteinsdóttur, fyrrverandi ritstjóra og útgefanda hjá 365 miðlum, og Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi ritstjóra DV.
Vistaskipti Stjórnsýsla Tengdar fréttir Þessi sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins Alls bárust 34 umsóknir um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 14. maí 2021. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. 1. júní 2021 09:17 Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. 25. maí 2021 18:39 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Þessi sóttu um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins Alls bárust 34 umsóknir um stöðu upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins sem auglýst var þann 14. maí 2021. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins en umsóknarfrestur rann út 25. maí síðastliðinn. 1. júní 2021 09:17
Áslaug Arna leitar að nýjum upplýsingafulltrúa Dómsmálaráðuneytið auglýsir nú eftir upplýsingafulltrúa. Umsóknarfrestur vegna starfsins rennur út í lok dags. 25. maí 2021 18:39