Apple hyggst skima eftir barnaníð þegar myndir fara í skýið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 08:22 Menn eru ekki á eitt sáttir um ágæti ákvörðunar Apple. Getty/NurPhoto/Jaap Arriens Tæknirisinn Apple hyggst taka í notkun hugbúnað til að skima allar myndir sem farsímanotendur hlaða upp í skýið (iCloud). Hugbúnaðinum er ætlað að bera kennsl á þekktar myndir sem sýna kynferðislega misnotkun á börnum. Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Ákvörðuninni hefur verið fagnað af þeim sem vinna að því að uppræta barnaníð á netinu en talsmenn netfrelsis og persónuverndarsjónarmiða segja þróunina afar varhugaverða. Breytingin mun aðeins ná til iPhone-símtækja í Bandaríkjunum. Í þeim tilvikum þar sem hugbúnaðurinn neuralMatch ber kennsl á mynd sem það telur sýna misnotkun er myndin flögguð og skoðuð af manneskju. Ef misnotkun er staðfest verður umræddur iCloud-aðgangur gerður óvirkur og yfirvöld látin vita. Forsvarsmenn Apple hyggjast einnig skima dulkóðuð skilaboð notenda til að leita að þekktum barnaníðsmyndum en bæði stjórnvöld og stóru tæknifyrirtækin búa yfir gagnabanka sem geymir milljónir slíkra mynda. Matthew Green, sem rannsakar dulkóðun við Johns Hopkins University, varar við því að kerfið kann að verða notað í misjöfnum tilgangi; til dæmis gætu óprúttnir aðilar komið saklausum einstaklinum í vandræði með því að senda þeim sakleysislegar myndir sem kerfið flaggar engu að síður. Green segir þegar hafa verið sýnt fram á að hægt sé að blekkja algóriþma með þessum hætti og þá eru einnig uppi áhyggjur um hvað gerist ef stjórnvöld fyrirskipa tæknifyrirtækjum að nota hugbúnaðinn til að leita að öðru en barnaníðsefni. „Hvað gerist þegar stjórnvöld í Kína segja: Hér er listi af gögnum sem við viljum að þú skimir eftir?“ spyr Green. „Segir Apple nei? Ég vona að þeir segi nei en tæknin þeirra segir ekki nei.“ Sláandi stefnubreyting eða lífsbjörg? Apple og aðrir tæknirisar stunda það nú þegar að skima eftir „fingraförum“ þekktra mynda sem sýna kynferðislegra misnotkun á börnum og Apple hefur löngum verið undir þrýstingi að veita stjórnvöldum aukin aðgang að dulkóðuðum gögnum. Electronic Frontier Foundation segir ákvörðun Apple nú sláandi stefnubreytingu fyrirtækis hvers notendur hafa geta reitt sig á öryggi og persónuvernd. Hany Farid, maðurinn sem fann upp PhotoDNA, sem hefur gert löggæsluyfirvöldum kleift að leita að barnaníðsefni á netinu, segir ákvörðunina hins vegar ekkert til að hafa sérstakar áhyggjur af. Bendir hann meðal annars á að mörg áþekk forrit hafi verið í notkun án skaðvænlegra áhrifa. Til dæmis bjóði WhatsApp upp á öfluga dulkóðun en noti á sama tíma hugbúnað til að leita að vírusum og vari notendur við að smella ekki á hættulega hlekki. John Clark, forseti og framkvæmdastjóri National Center for Missing and Exploited Children, segir ákvörðun Apple vatnaskil í barátti gegn barnaníð á netinu. „Vegna fjölda notenda vara frá Apple munu þessar nýju öryggisráðstafanir mögulega verða til þess að bjarga lífum,“ segir hann. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Persónuvernd Tækni Apple Réttindi barna Kynferðisofbeldi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira