Auðsöfnun fárra og fjársvelt almannaþjónusta Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 6. ágúst 2021 10:01 Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkasta 1 prósent landsmanna á samtals 902 milljarða í eigin fé samkvæmt skattframtalsgögnum ríkisskattstjóra. Þar af eiga 240 heimili – ríkasta 0,1 prósent skattgreiðenda – 293 milljarða. Raunverulegar eignir fólksins eru reyndar miklu meiri að umfangi, enda eru hlutabréf talin á nafnvirði í gögnum ríkisskattstjóra og fasteignir á fasteignamatsverði. Í hópnum eru til dæmis eigendur stórútgerðarfyrirtækja sem njóta þeirra forréttinda að fá úthlutaðan fiskveiðikvóta langt undir markaðsvirði. Arðgreiðslur til fyrirtækjanna síðastliðinn áratug eru langt umfram það sem þjóðin hefur fengið í arð af auðlindinni í formi veiðigjalds. Eigið fé ríkasta 0,1 prósentsins jókst um 10,8 milljarða í fyrra og hefur alls vaxið um 131 milljarð frá 2010. Flestir í hópnum lifa á fjármagnstekjum og borga þannig miklu lægra hlutfall tekna sinna í skatt heldur en almennt launafólk greiðir af sínum tekjum. Þetta eru engin náttúrulögmál heldur afleiðing af pólitískum ákvörðunum fólksins sem stjórnar Íslandi, flokkanna sem viðhalda gamaldags skattkerfi, standa vörð um óbreytt gjafakvótafyrirkomulag í sjávarútvegi og lögðu áherslu á það í miðjum heimsfaraldri að lækka enn frekar skatta á þau ríku, veikja skattrannsóknir og selja eignarhlut ríkisins í banka á undirverði. Sama fólkið lætur eins og það séu ekki til peningar til að reka vel fjármagnað heilbrigðiskerfi, starfrækja þjóðarsjúkrahús þar sem sjúklingar hírast ekki á göngum, salernum og í geymslum og bráðamóttöku sem er ekki alltaf einu rútuslysi frá því að fara á hliðina. Sama fólkið lætur eins og það sé allt á réttri leið þegar það þarf ekki nema þrjár Covid-innlagnir til að setja Landspítalann á hættustig, þegar fjöldi sjúkraplássa á Íslandi miðað við höfðatölu er undir meðaltali OECD-ríkja og þegar hundruð barna þurfa að bíða í meira en ár eftir nauðsynlegri geðheilbrigðisþjónustu. Við vitum betur. Það er nóg til og það er hægt að forgangsraða öðruvísi – í þágu sterkrar grunnþjónustu og velferðar. En það kallar ekki aðeins á skipulagsbreytingar og betri ráðstöfun fjármuna heldur einnig aukin útgjöld, meðal annars varanleg rekstrarútgjöld sem skynsamlegast er að mæta með aukinni tekjuöflun. Það væri óráð að mæta útgjaldaaukningunni með hærri sköttum á almennt launafólk, t.d. hjúkrunarfræðingana, kennarana og afgreiðslufólkið í verslunum sem hafa þurft að færa fórnir í heimsfaraldrinum. Við skulum miklu frekar sameinast um sanngjörn auðlindagjöld og hærri skatta á allra hæstu eignir og tekjur. Þannig tökum við heildarhagsmuni samfélagsins fram yfir sérhagsmuni hinna fáu og fjársterku. Um þetta verður kosið í alþingiskosningum 25. september. Höfundur er þingframbjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun