Bein útsending: Unaður hinsegin fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2021 16:46 Það eiga allir að geta notið unaðslegra stunda með sjálfum sér og öðrum. Getty Kynfræðsla er almennt ekki upp á marga fiska og það á ekki síst við um fræðslu þar sem fjallað er um kynlíf hinsegin fólks. „Það hefur vantað upp á fjalla um mismunandi líkama og mismunandi kynhneigðir,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, nemi í kynfræði. Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“ Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Unnsteinn og Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi munu í dag leiða fræðslufund undir yfirskriftinni „Hinsegin unaður“ en viðburðurinn er þáttur í dagskrá Hinsegin daga. Fundurinn hefst kl. 17, og má nálgast streymið með því að smella hér. Spurður tekur Unnsteinn undir það að hluti vandans sé sú einsleita birtingarmynd unaðar sem almennt blasir við, til dæmis í sjónvarpi og kvikmyndum. „Já, við erum alltaf að vinna með þetta handrit sem er mjög heterónormatívt og það handrit fjallar um gagnkynhneigð pör og hvernig gagnkynhneigð pör stunda kynlíf,“ segir hann. Fræðslufundurinn sé þó ekki síður fyrir gagnkynhneigða en hinsegin fólk, því í grunninn snúist kynlíf alltaf um sömu hlutina. „Þetta eru samskipti fyrst og fremst og samþykki auðvitað. Og virðing fyrir hvort öðru. Það er svona það sem þetta snýst um. Það skiptir í raun engu máli hver þú ert. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig, það er alltaf grunnurinn að þessu öllu; að þekkja sinn líkama, að þekkja sín mörk, sín kynfæri,“ segir Unnsteinn. Því við eigum það jú öll sameiginlegt, er það ekki, að læra fyrst að elska okkur sjálf? „Jú,“ svarar Unnsteinn. „Það er alltaf best að byrja heimavinnuna á sjálfum sér. Af því að ef maður býr að þeirri þekkingu þá getur maður líka leiðbeint leikfélögum sínum betur og sagt frá því hvað maður fílar og hvað maður fílar ekki.“ Ást er ást.Getty Hefði viljað vita meira þegar hann kom út úr skápnum Einn af útgangspunktum erinda Unnsteins og Aldísar er hvað þau hefðu sjálf viljað vita þegar þau voru að koma út úr skápnum. Þá er óhjákvæmilegt að biðja um dæmi. „Ég hefði til dæmis viljað vita meira um kynlíf karlmanna. Hvernig endaþarmsmörk virka, eru allir að stunda endaþarmsmörk,“ segir Unnsteinn hugsi. „Hvernig handritið er í kynlífi hinsegin karlmanna.“ Spurður að því hvort hann telji mýtur um kynlíf homma, lesbía og hinsegin fólks enn grassera í samfélaginu svarar hann játandi og segir það verða meðal umfjöllunarefna fundarins. „Fólk er oft forvitið og hefur náttúrlega kannski ekki mikið að miða við, því kynfræðslan hefur ekki mikið verið að fjalla um kynlíf hinsegin fólks,“ segir Unnsteinn. „Þess vegna leitar fólk kannski í klám, sem er ekki besti staðurinn til að fá kynfræðslu, og þar verða til ranghugmyndir og mýtur. Því eins og við vitum þá er klám oftast skrifað af karlmönnum fyrir karlmenn og það endurspeglast í útkomunni.“
Hinsegin Málefni transfólks Mannréttindi Kynlíf Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira