Mourinho og þrír leikmenn Roma sendir í sturtu í æfingaleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. ágúst 2021 09:01 Mourinho lætur nokkur vel valin orð falla í samskiptum við dómara leiksins, Figueroa Vazquez. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Það var mikill hiti í mönnum þegar Real Betis tók á móti Roma í æfingaleik fyrir komandi tímabil í gær. Real Betis fór með sigur af hólmi, 5-2, eftir að José Mourinho, þjálfari Roma, og þrír leikmenn liðsins fengu að líta rauða spjaldið. Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2. Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Á 58. miínútu var staðan jöfn, 2-2, en Alex Moreno skoraði þá ansi skrautlegt mark fyrir Real Betis. Hann tók þá frákastið eftir að markvörður Roma varði boltann í slánna, og skóflaði honum yfir línuna með hendinni. Leikmenn roma voru augljóslega mjög ósáttir við það að dómari leiksins skildi leyfa markinu að standa, og Lorenzo Pellegrini fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Mourinho ákvað þá að koma sínum manni til varnar og strunsaði inn á völlinn til að láta óánægju sína í ljós. Figueroa Vazquez, dómari leiksins, lét ekki bjóða sér þessa framkomu og sendi portúgalska knattspyrnustjórann rakleiðis í sturtu. Álex Moreno se ayuda del brazo para marcar el 3-2 ante la Roma, el árbitro no anula el gol y Lorenzo Pellegrini y Mourinho son expulsados por las protestas. Pésimo arbitraje pic.twitter.com/DVuKY9jd4M— (@futprofeta) August 7, 2021 Leikmönnum Roma var þó enn heitt í hamsi og á 65. mínútu fékk Gianluca Mancini að líta beint rautt spjald. Samherji hans, Rick Karsdorp, fékk svo einnig að líta beint rautt spjald rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok og Roma því aðeins með átta leikmenn inni á vellinum. Leikmenn Real Betis nýttu sér þann liðsmun og bættu tveim mörkum við og unnu því að lokum 5-2.
Ítalski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira