Samstarfserfiðleikar og meðvirkni á vinnustað Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 9. ágúst 2021 11:30 Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Vinnustaðurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Öll höfum við sjálfsagt reynslu af því að hafa upplifað samstarfserfiðleika á vinnustað. Annað hvort á eigin skinni eða hjá vinnufélögum. Öll vitum við að slíkir erfiðleikar hafa mikil áhrif á líðan okkar, vekur kvíða, skapa sveiflur í skapi, við verðum kjarklausari gagnvart verkefnum og lífið tekur á sig leiðinlegri lit – líka utan vinnu. Við erum nefnilega megnið af okkar vökutíma í vinnunni og svo sannarlega getum við ekki aðgreint svo skýrt vinnu og einkalíf að vinnan hafi engin áhrif á líðan okkar utan hennar. Samstarfserfiðleikar birtast frekar þegar fólk er undir langvarandi álagi vegna breytinga, áfalla eða aukinna krefjandi verkefna. Vinnuumhverfi okkar litast af slíku þessa daganna og vikurnar. Þarf ekki að fjölyrða um það. Samstarfserfiðleikar geta svo sannarlega kveikt á meðvirkni í umhverfinu bæði hjá vinnufélögum og stjórnendum. Það er bæði mannlegt og skiljanlegt. Við forðumst að sjálfsögðu átök, leitum ekki í óþægindi og erfiðar tilfinningar og mjög oft ómeðvitað reynum við að slétta úr, gera lítið úr og bíða af okkur storminn. Meðvirknin lamar. Við tölum þvert um hug okkar, segjum ekki það sem við meinum og meinum ekki það sem við segjum. Af stað fer einhvers konar leikrit sem getur tekið yfir heilu hópana með tilheyrandi markaleysi og ruglingi. Stjórnendur eru ekki undanþegnir slíkum viðbrögðum, sjálfir eru þeir oft undir miklu álagi, með eigin verkefni sem þeir þurfa að sinna, orðnir langþreyttir vegna veirunnar og viðbragða þess vegna. Þeir telja sig oft ekki hafa tíma eða afgangs orku í einhver leiðindi í samskiptum og aðhafast því ekkert en vona að vandamálin leysist af sjálfu sér. Oft heyrast viðhorf á borð við „þetta er fullorðið fólk – það hlýtur að finna út úr þessu.“ Eða „þetta er örugglega ekki eins slæmt og fólk er að tala um og kvarta yfir, það er verið að ýkja vandann“. Hlutverk stjórnandans er að stíga inn, finna leiðir til lausnar, fylgja þeim eftir og vera mjög skýr í sínum skilaboðum. Það er hans skylda gagnvart hópnum og þeim einstaklingum sem eiga í erfiðleikum. Viðvarandi samstarfserfiðleikar skapa kvíða og vanlíðan í starfsumhverfinu, hafa slæm áhrif á vinnuframlag og starfsánægju. Svo það er mikið í húfi að bregðast við sem fyrst og finna leiðir til að leysa vandann. Annað hvort með hjálp hópsins eða utanaðkomandi aðstoð fagfólks. Sálrænt öryggi starfshópsins er í húfi og ef þörfinni fyrir sálrænt öryggi er ekki sinnt á vinnustaðnum gengur fátt upp. Höfundur er er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun