„Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu“ Birgir Olgeirsson skrifar 9. ágúst 2021 18:32 Kári var gestur Birgis Olgeirssonar fréttamanns í Pallborðinu á Vísi í dag. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óbólusetta aldrei í meiri hættu gagnvart kórónuveirunni en í dag. Margir séu sýktir í samfélaginu án þess að vita af því. Veiran verði ekki stöðvuð en bólusetningin eigi að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar hennar. Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Sóttvarnalæknir sagði í gær að ná yrði hjarðónæmi gegn kórónuveirunni með því að láta veiruna ganga yfir samfélagið, en engu að síður að halda henni í skefjum. Kári Stefánsson var gestur í Pallborðinu á Vísi þar sem hann tók undir þessi ummæli. Ekki sé lengur hægt að beita jafn hörðum sóttvarnaaðgerðum og áður. „Þetta er öðruvísi. Við erum ekki að horfa á pest sem við losum okkur við á skammri stundu, ég hugsa að við þurfum að bíða í upp undir tvö ár áður en þjóðin verður orðin það ónæm að við getum gleymt henni,“ sagði Kári. Erum við þá að fara að tala um samkomubann í tvö ár, eða hvernig sérð þú þetta? „Nei, ég held því fram að við þurfum að vera á tánum og fylgjast vel með hversu margir liggja inni á Landspítala, hversu marga fleiri getum við tekið inn, hversu margir eru á gjörgæsludeild, hversu margir eru öndunarvélum og svo framvegis.“ Þeir sem fengu Janssen bóluefni hafa verið boðaðir í viðbótarskammt í ágúst. Kári segir það nauðsynlegt þó flestir muni fá veiruna. „Til þess að verja sig gegn alvarlegum sjúkdómi, ekki að koma í veg fyrir að þeir smitist, heldur að koma í veg fyrir að þeir verði illa lasnir ef þeir smitast. Þessu er mjög mikilvægt að koma til skila. Ég held til dæmis að þegar kemur að þeim óbólusettu í íslensku samfélagi, fólk sem hefur tekið þá að mörgu leyti hugrökku ákvörðun, að láta ekki bólusetja sig, það verður að benda þeim á að þau hafa aldrei verið í meiri hættu núna. Veiran er svo víða í kringum þau og það sem meira er, þeir sem eru smitaðir af veirunni hafa miklu minni einkenni þannig að þeir vita aldrei hvenær þeir eiga samskipti við smitaðan mann eða ekki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Pallborðið Tengdar fréttir Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32 Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Kári segir böðin og ræktina ekki það sem muni bjarga Nökkva Fjalari Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur ekki að líkamsrækt, dagbókarskrif og köld böð geti minnkað líkurnar á því að smitast af kórónuveirunni. 9. ágúst 2021 17:32
Kári fór yfir stöðuna á krossgötum í faraldrinum Það má segja að þjóðin standi á krossgötum þegar kemur að áframhaldi í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meira en á móti kemur virðast bólusetningar koma í veg fyrir að margir veikist alvarlega af Covid. 9. ágúst 2021 12:10