Tók á að lesa skýrslu um loftslagsbreytingar Árni Sæberg skrifar 9. ágúst 2021 23:00 Tinna Hallgrímsdóttir er formaður Ungra Umhverfissinna. Stöð 2 Samtök ungra umhverfissinna stóðu fyrir loftslagsmótmælum á Austurvelli í dag í tilefni nýrrar skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Formaður samtakanna segir að sér hafi brugðið þegar hún las skýrsluna. Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við. Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Skýrslan sem kom út í morgun er sögð „rauð viðvörun“ og alvarleg staða kemur nú fram í ofsaveðri og náttúruhamförum. „Skýrslan náttúrulega sýnir okkur margt sem við vissum nú þegar en veitir okkur meiri vísindalega vissu um ákveðin atriði.“ sagði Tinna Hallgrímsdóttir, formaður Ungra Umhverfissinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég verð að viðurkenna að það tók alveg á í morgun að lesa að 1,5 gráðu hlýnun er nær en við héldum, við erum núna að horfa fram á helmingslíkur á að ná henni á fyrri hluta fjórða áratugar þessarar aldar,“ segir Tinna. Hún segist vel geta hugsað sér að hún hafi ekki verið eina ungmennið sem átti erfitt með að lesa skýrsluna. „Það er einmitt af þessari ástæðu að við höfum staðið hérna vaktina á Austurvelli, nær hvern einasta föstudag í rúmlega tvö ár til þess að mótmæla ófullnægjandi aðgerðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum. Við munum halda því áfram greinilega,“ segir hún. Tinna segir skipti máli að upplýsingunum í skýrslunni verði breytt í markmið og aðgerðir. „Við þurfum að sjá miklu róttækari, metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun. Við þurfum að sjá aðgerðaáætlun uppfærða í samræmi við það. Við þurfum líka að hugsa um hvað tímafaktorinn er mikilvægur og dýrasta aðgerðin er aðgerðaleysi. Við sjáum núna markmið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2050, þetta þarf að gerast miklu fyrr,“ segir Tinna. Tinna segir að þjóðin verði að sjá fyrir sér hvernig kolefnishlutlaust Ísland við viljum sjá fyrir 2040 og hvernig við ætlum að undirbúa Ísland sem fyrst til að vera samkeppnihæft í því lágkolefnishagkerfi sem mun brátt taka við.
Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira