Starfsemi Listaháskólans á einum stað í Tollhúsinu Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2021 10:59 Stutt verður fyrir nemendur Listaháskólans að fara að fá sér pylsu þegar starfsemi skólans flyst í Tollhúsið við Tryggvagötu. Vísir/Vilhelm Listaháskóli Íslands fær Tollhúsið í Reykjavík undir starfsemi sína sem hefur verið dreifð í nokkrar byggingar vítt og breitt um borgina til þessa. Aðgerðin er hluti af áætlun sem ríkisstjórnin kynnti til að efla skapandi greinar í gær. Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira
Tollhúsið við Tryggvagötu 19 sem hýsti áður embætti tollstjóra er sagt mæta vel fjölbreyttum þörfum Listaháskólans, bæði hvað varðar staðsetningu og stærð, í tilkynningu frá ríkisstjórninni um aðgerðaáætlunina í gær. Gert er ráð fyrir að byggt verði við húsið og fyrirhugað að halda samkeppni um hönnun og endurgerð hússins sem á að kynna á haustmánuðum. Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskólans, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana stóran áfanga fyrir skólann í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. Skólinn er nú í þremur aðalbyggingum auk annarra húsnæða víða um borgina. Öll starfsemin verður nú sameinuð í húsinu við Tryggvagötu. Kvikmyndanám á háskólastigi á næsta ári Einnig var tilkynnt um samning mennta- og menningarmálaráðuneytisins við Listaháskólann um kvikmyndanám á háskólastigi. Námið á að hefjast haustið 2022 og er gert ráð fyrir fjörutíu ársnemum. Samkvæmt samningnum mun Listaháskólinn bjóða upp á námsbrautir til BA-prófs í leikstjórn, handritsgerð, framleiðslu, kvikmyndatöku og klippingu. „Kvikmyndalist er eina listgreinin sem aldrei hefur verið kennd á háskólastigi hér á landi og því eru samningar um að færa hana inn í Listaháskólann mikið gleðiefni fyrir listgreinina og kvikmyndagerðarfólk í landinu,“ sagði Fríða Björk í yfirlýsingu sinni. Þá gerðu forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið samning við Háskólann á Bifröst um svonefnt rannsóknsetur skapandi greina. Setrið á meðal annars að rannsaka hagræn áhrif skapandi greina á Íslandi. Starfssemi Listaháskólans hefur verið í þremur aðalbyggingum á nokkrum stöðum í borginni til þessa: á Kirkjusandi, í Skipholti og í Þverholti.Listaháskóli Íslands Níutíu milljónir í að koma íslenskri list á framfæri erlendis Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar miðar einnig að því að efla kynningu á skapandi greinum og íslenskri list á erlendum vettvangi undir vinnuheitinu „Skapandi Ísland“. Verkefninu er sagt ætlað að auka þekkingu alþjóðlegs fagfólks á listum og skapandi greinum á Íslandi, styðja við útflutning íslenskra listamanna og skapandi geirans og auka þannig útflutningstekjur af listum og skapandi greinum. Markaðsráð skapandi greina verður sett á fót til ráðgjafar um verkefnið í heild. Verkefnið á að fá níutíu milljónir króna árlega samkvæmt áætlun ríkisstjórnarinnar. Íslandsstofa á að leggja til helming fjárhæðarinnar en mennta- og menningarmálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hinn helminginn.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Reykjavík Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Sjá meira