Loftslagsskýrslan sýni að markmið þjóða duga ekki til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2021 12:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir skýrsluna áhyggjuefni. vilhelm gunnarsson Ný og svört skýrsla um loftslagsmál sýnir að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér dugi ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta er mat forsætisráðherra sem segir stjórnvöld þurfa að fara yfir sín markmið í loftslagsmálum. Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira
Ný og afdráttarlaus skýrsla Sameinuðu þjóðanna var kynnt í fyrradag og segir einn höfunda tímann til þess að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga að renna okkur úr greipum. Skýrslan sýni þörfina á tafarlausum aðgerðum. Formenn ríkisstjórnarflokkanna lýsa yfir áhyggjum og segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, skýrsluna afgerandi um að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér duga ekki til. „Þessi skýrsla er algjörlega afgerandi með það að þau markmið sem þjóðir heims hafa sett sér þau duga ekki til. Þau duga ekki til þess að ná þeim markmiðum sem við höfum sammælst um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu og ef við bara horfum á þau markmið sem eru núna í gildi þá erum við samt að horfa á þriggja gráðu hlýnun,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Stórlosendur þurfi að taka þátt Það sé afgerandi niðurstaða skýrslunnar að loftslagsbreytingar séu beintengdar við mannana verk. „Þetta er mjög mikilvæg brýning og kallar á það bæði að íslensk stjórnvöld fari yfir sín markmið og hvað við getum gert betur en auðvitað kallar hún líka á að þessar stóru þjóðir og stórlosendur, stórfyrirtæki taki þetta til sín.“ Alþjóðasamstarf mikilvægt Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir alþjóðasamstarf og skuldbindingu þjóða lykilinn að árangri. Ríkisstjórnin sé með metnaðarfull áform. „En til þess að það gerist eitthvað raunverulegt vegna þeirrar ógnar sem birtist okkur í þessari skýrslu þá þurfa auðvitað stóru mengunarvaldarnir í heiminum að skuldbinda sig og taka þátt. Þess vegna segi ég að alþjóðasamstarf og þátttaka okkar í því að deila góðum hugmyndum, góðri reynslu, þekkingu og taka upp hér á landi líka það sem reynist vel annars staðar það held ég að muni skila okkur lengst,“ sagði Bjarni Benediktsson. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra og formaður Framsóknarflokksins segir tækifæri til að snúa stöðunni við og nefnir grænar fjárfestingar. „Þar getum við lagt bæði mjög góða hluti hér inn á Íslandi en jafnvel til hjálpar heiminum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Sjá meira