Bann við einnota plasti er ekki loftslagsmál Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2021 19:08 Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. aðsend Bann við einnota plastvörum er ekki hugsað til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda heldur aðeins til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir að það sé sjálfstætt umhverfisvandamál að plast og plasteindir endi í dýrum og berist jafnvel úr þeim í menn þó lausnir við því geti vissulega haldist í hendur við það að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum. Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira
Eins og Vísir og Stöð 2 fjölluðu um í gær hafa afleiðingar banns við ýmsum einnota plastvörum farið öfugt ofan í marga neytendur. Það virðast helst papparör og pappaskeiðar sem fara í taugarnar á fólki en mörgum þykir skjóta ansi skökku við að þessum litlu plasteiningum hafi verið skipt út fyrir pappa á meðan þau eru hluti af mun stærri umbúðum úr plasti. Þetta á til dæmis við skyrdollur; þær eru úr plasti, með plastloki og plastfilmu utan um litla pappaskeið. vísir/óttar Margir hafa kvartað yfir þessu á samfélagsmiðlum; að neytendur séu látnir bera byrðina þegar leysa á loftslagsvandann en ekki þau stórfyrirtæki, sem bera helst ábyrgð á hlýnun jarðar. Stórt og jákvætt skref Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Vísi að þetta séu eðlilegar vangaveltur fólks. Bannið við ýmsum einnota plastvörum, sem tók gildi í byrjun júlí, er þó hugsað til að minnka þann plastúrgang sem endar í sjónum. „Þetta bann nær í raun bara yfir þessar vörur sem eru líklegastar til að enda í sjónum. Þetta er verulega stórt og jákvætt skref í þá átt að minnka plast í sjónum því það gerist að fólk missi eða fleygi þessum litlu hlutum frá sér í náttúruna í hugsunarleysi. Það er þá sem þau enda á að fjúka út í sjó,“ segir Gró. „Og það er þetta eina litla augnablik sem hefur svo áhrif kannski næstu þúsund árin. Því plastið sjálft er gríðarlega lengi að brotna niður og þá brotnar það bara niður í litlar plastagnir, sem enda síðan í fuglum og fiskum og þá jafnvel í mönnum sem borða svo fiskinn.“ Hugsunin með banninu er þannig ekki að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? „Nei, þetta er ekki hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta er annað og sjálfstætt vandamál, sem snýst um að vernda lífríkið í sjónum og getur auðvitað verið bara heilsuspillandi fyrir okkur líka. En svo getur þetta haldist í hendur því markmiðið á endanum er að skipta út þessum einnota vörum og innleiða hringrásarhagkerfi,“ segir Gró. Sumar þessara pappavara geti jafnvel verið orkufrekari í framleiðslu en plastið. Pappinn brotni þó mun hraðar niður og hafi engan vegin eins skaðleg áhrif á lífríki sjávar og plast. Lítil breyting sem við finnum mikið fyrir Gró segir plaströrin og skeiðarnar aðeins toppinn á plastfjallinu sem lögin taka á: „Þetta er bara það sem við finnum mest fyrir í okkar daglega lífi en það er verið að innleiða reglur í íslensk lög sem ná mun lengra. Til dæmis er verið að auka ábyrgð framleiðenda svo þeir beri mun meiri kostnað af plastúrgangi og fleira.“ Gró segir eðlilegt að neytendur láti í sér heyra ef að pappavörurnar virka ekki nógu vel fyrir þá. Þá sé það framleiðenda að bregðast við því með betri útgáfum og svo vonast hún til að sem flestir fari að nota fjölnota áhöld. Það eru framleiðendur einmitt að gera. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, sagði við fréttastofuna í gær að fyrirtækið væri meðvitað um að það væri ekki allir sáttir með nýju pappaáhöldin en sagði að fleiri og fleiri væru að ná að venja sig á þennan nýja raunveruleika. Þá fylgdist MS vel með þróun á slíkum vörum úti í heimi og væri sífellt að leita nýrra og betri lausna í þessum efnum.
Umhverfismál Neytendur Loftslagsmál Matvælaframleiðsla Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Fleiri fréttir Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Sjá meira