Um þriðjungur íbúða selst á yfirverði Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 19:40 Loftmyndir frá Reykjavík Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Um þriðjungur allra íbúða á höfuðborgarsvæðinu selst á yfirverði og verð á sérbýlum hefur hækkað gríðarlega. Þá hefur framboð á húsnæði í borginni dregist saman um sextíu prósent á einu ári. Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem birt var í dag. Þar segir að meðalsölutími fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hafi verið um 37 dagar í júní, á meðan meðalsölutími á sama tíma í fyrra var 51 dagur. Sömu sögu er að segja af landsbyggðinni en þar er fara íbúðir á um það bil sextíu á tveimur dögum, borið saman við 89 daga í fyrra. Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá HMS, segir að birtist sé um nær hverja íbúð og að fjölmörg dæmi séu um að fólk yfirbjóði um margar milljónir. „Hlutfall þeirra sem yfirbjóða er að aukast og hefur verið að aukast. Það er um 33 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast á yfirverði,” segir Ólafur. „Eignir seljast mjög hratt, meðalsölutími heldur áfram að styttast, framboð auglýstra eigna lækkar mjög hratt en það hefur verið sextíu prósent samdráttur á einu ári.” Fjöldi útgefinna kaupsamninga á mánuði hefur verið í methæðum, en er nú að síga niður fyrir metfjöldann árið 2007 á höfuðborgarsvæðinu. Þannig voru kaupsamningar fyrstu sex mánuði ársins 7432 talsins á meðan þeir voru 4915 á sama tíma í fyrra. Árið 2007 voru kaupsamningar 6.622 talsins. „En ef við tökum fyrstu sex mánuði ársins þá er samt sem áður fimmtíu prósenta aukning í fjölda kaupsamninga miðað við árið 2020,” segir Ólafur. Þá hefur verið sérstakur áhugi á sérbýlum, en Ólafur segir sögulega lága vexti hafa gert fólki kleift að kaupa dýrari eignir. „Verð á sérbýli hefur verið að hækka alveg gríðarlega og er komið langt umfram hækkun á verði fjölbýlishúsa. Við erum að tala um 25 prósent hækkun í júní til júní, á móti 16 prósent hækkun á fjölbýli,” segir hann, Þá er fólk farið að leita út fyrir borgarmörkin í meiri mæli. „Fólk hefur verið að sækjast í nágrenni höfuðborgarsvæðisins því sérbýli hafa verið að hækka svo rosalega í verði.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira