Mikill erill hjá Landhelgisgæslunni í nótt Árni Sæberg skrifar 13. ágúst 2021 11:46 Sjómælingaskipið Baldur og björgunarskipið Gísli Jóns á vettvangi í nótt. Landhelgisgæsla Íslands Áhafnir á sjómælingaskipinu Baldri og björgunarskipinu Gísla Jóns stóðu í ströngu í gærkvöldi og í nótt. Þá fór þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR, í tvö útköll í nótt. Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns. Landhelgisgæslan Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Í tilkynningu Landsbjargar segir að í gærkvöldi hafi skúta, sem legið hafði við akkeri í Hornvík, haft samband við sjómælingaskipið Baldur og óskað aðstoðar Landhelgisgæslunnar. Skútan hafi þá verið lögð af stað áleiðis til Ísafjarðar með mjög veikan farþega og fór ástand hans versnandi. Talstöðvasamband við skútuna var slitrótt og datt alveg út þegar hún var komin að og vestur með Hælavíkurbjargi. Áhöfnin á Baldri hafði þegar í stað samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem kallaði út björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gísla Jóns, frá Ísafirði og þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. Áhöfnin á Baldri létti akkeri og hélt á fullri ferð að skútunni. Vegna takmarkaðra fjarskiptaskilyrða við skútuna var áhöfnin á Baldri í lykilstöðu við að koma upplýsingum áleiðis til stjórnstöðvarinnar í Reykjavík og læknis til að meta stöðuna. Baldur kom að skútunni skammt norðvestur af Hælavíkurbjargi. Ákveðið var að farþeginn yrði fluttur um borð í Baldur þar sem áhöfnin hlúði að honum. Haldið var á fullri ferð áleiðis til Ísafjarðar og í Aðalvík kom sjúkraflutningamaður af björgunarskipinu Gísla Jóns um borð til aðstoðar sem og tveir björgunarsveitarmenn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin á staðinn á þriðja tímanum og hífði sjúklinginn um borð í þyrluna og flutti á Landspítalann í Reykjavík. Þyrlan gat ekki staldrað við lengi Þá segir í tilkynningunni að þegar þyrlan var nýlent á Reykjavíkurflugvelli hafi verið óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á Patreksfirði. Þyrlan fór því aftur vestur á firði og kom viðkomandi undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlan var komin á Reykjavíkurflugvöll klukkan 07:35 í morgun og því sé alveg óhætt að segja að nóttin hafi verið annasöm hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, varðstjórum í stjórnstöð LHG og áhöfnum Baldurs og Gísla Jóns.
Landhelgisgæslan Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira