Það er rólegur vindur, vestlæg eða breytileg átt 5-10 metrar á sekúndu, og hiti 9 til 14 stig. Á Norðaustur- og Suðausturlandi getur hitinn þó farið að 20 stigum.
Á morgun er áfram gert ráð fyrir rólegum vindi. Víða léttskýjað inn til landsins og hiti getur farið yfir 20 stig í sólinni. Skýjað með köflum við ströndina og sums staðar þokuloft og þá mun svalara í veðri.