Telur að laða þurfi menntaða heilbrigðisstarfsmenn aftur til starfa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. ágúst 2021 18:12 Helga Vala er formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórninni hafi fatast flugið í að fjármagna heilbrigðiskerfið og fjölga starfsfólki innan þess. Hún segir ekki hægt að ætlast til þess að heilbrigðisstarfsfólk hlaupi sífellt hraðar, þegar álagið eykst. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands. Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar þingsins, telur að laða þurfi menntað heilbrigðisstarfsfólk, sem horfið hefur til annarra starfa vegna betri kjara annarsstaðar, aftur til starfa í heilbrigðiskerfinu. Í þeim málum hafi stjórnvöld brugðist. „Þau benda á að þau séu búin að gera nóg , þetta sé allt gott og að þetta séu bara heilbrigðisstarfsmenn sem séu ekki að hlaupa nóg,“ segir Helga Vala í samtali við fréttastofu. Fjármálaráðherra hefur sagt að vandi Landspítalans verði ekki einungis leystur með fjármagni. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. „Það er ekki hægt að ætlast til þess að það starfsfólk sem er á gólfinu hlaupi meira en nú er. Það er þarna fólk sem hefur ekki farið í sumarfrí síðan 2019. Það er þarna fólk sem vinnur endalausar aukavaktir, vegna þess að það á bara eftir að manna fleiri hundruð vaktir í byrjun hvers mánaðar.“ Þrjátíu og einn liggur nú á Landspítala með Covid, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Landspítalanum. Sex eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Helga Vala segir vandann þó ekki eingöngu vegna faraldursins. „Það er hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá því að sjúkrahúsplássum og hjúkrunarrýmum hefur fækkað hlutfallslega á þessu kjörtímabili. Það eru bara tölur frá Hagstofunni sem benda til þess. Það er ekki verið að nýta fermetrana sem við höfum í heilbrigðiskerfinu, vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er þetta sem verður að horfa á,“ segir Helga Vala. Jóhann Páll Jóhannsson, flokksbróðir Helgu Völu og frambjóðandi í Reykjavíkurkjördæmi norður, birti í gær Facebook-færslu þar sem hann spurði hvort vandi heilbrigðiskerfisins væri of lítil framleiðni eða að rými nýtist ekki nógu vel. Þar vísar hann til talna Hagstofunnar sem sýni fram á að sjúkrarýmum hafi fækkað miðað við íbúafjölda hér á landi, á sama tíma og sprenging hafi verið í komu ferðamanna hingað til lands.
Landspítalinn Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51 Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27 Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03 Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Sjá meira
Peninga til spítalans strax Logi Einarsson og Helga Vala Helgadóttir telja að stjórnvöldum beri að auka fjárveitingar til sjúkrahúsa ekki seinna en núna, til þess að bregðast við erfiðri stöðu þeirra vegna Covid-19. Bæði segja þau að kosið verði um framtíð heilbrigðisþjónustu í september. 14. ágúst 2021 13:51
Við heyrum í ykkur „Það er sérstök áskorun fyrir mig sem heilbrigðisráðherra að standa með Landspítalanum“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á fundi með læknaráði Landspítala í janúar 2020. Tilefnið var ákall heilbrigðisstarfsfólks innan Landspítala til stjórnvalda vegna hættuástands á bráðamóttöku Landspítala. 14. ágúst 2021 12:27
Erfitt að auka framleiðni í miðjum heimsfaraldri Ólíklegt er að nokkurt heilbrigðiskerfi í heiminum hafi náð að auka framleiðni sína í heimsfaraldri, segir framkvæmdastjóri á Landspítalanum. Gagnrýni fjármálaráðherra um skort á framleiðni hafi ekki verið ósanngjörn en að staðan sé þrengri nú en hún hafi nokkurn tímann verið. 7. ágúst 2021 19:03
Skoða að koma varanlegri Covid-deild á laggirnar Heilbrigðisráðherra segir að verið sé að skoða hvort hægt sé að koma á laggirnar varanlegri Covid-einingu á Landspítalanum. Sextán liggja nú inni á sjúkrahúsi með Covid-19 og Landspítalinn er á hættustigi vegna stöðu faraldursins. 3. ágúst 2021 13:31